Eydís Eyland
Markaðsstjóri Sensa
Við tileinkuðum októbermánuð öryggismálum og stóðum við fyrir fjölbreyttri og fræðandi dagskrá. Öryggismánuðurinn í ár samanstóð af fjórum áhugaverðum viðburðum þar sem fræðsla, lausnir og samvinna voru í forgrunni.
Við buðum viðskiptavinum og áhugafólki um netöryggi að taka þátt í viðburðum þar sem sérfræðingar Sensa og samstarfsaðilar okkar deilu nýjustu lausnum og sögðu reynslusögur um netöryggi.
skýjaVIST 365 kynnt
Við hófum öryggismánuðinn með kynningu á skýjaVIST 365, nýrri hýsingar- og rekstrarþjónustu hjá Sensa þar sem öryggi er í fyrirrúmi.
Gestafyrirlesari var Alex Hitchen frá Huntress, einum helsta samstarfsaðila Sensa í öryggismálum, sem fjallaði um þróun og viðbragð við nútíma netógnunum.
Öryggisvegferð Sensa
Þann 7. október hélum við kynningarfund um öryggislausnaframboð Sensa, þar sem farið var yfir nýjustu lausnir í búnaði og rekstri en öryggi upplýsingakerfa er lykilatriði til að tryggja rekstur, vernda viðkvæm gögn og upplýsingar.
Umræðuefni dagsins var meðal annars:
Vöktun og viðbragð: Greining og viðbrögð í rauntíma.
Aðgangsstýringar og auðkenningarlausnir: Til að tryggja að rétti notandinn hafi réttan aðgang á réttum tíma.
Gagnaöryggi og varnir gegn árásum: Vernd gegn gagnaleka, innbrotum og spilliforritum.
Ráðgjöf og reglulegt öryggismat: Sértæk úttekt og ráðleggingar sérfræðinga okkar.
Einnig komu til okkar frábærir samstarfsaðilar, Ambaga og Nanitor og deildu sinni reynslu. Fundinum lauk á notalegum nótum með léttum veitingum og spjalli við gesti.
Öryggisdagur Palo Alto
Þann 16. október var Palo Alto Networks með sinn árlega öryggisviðburð á Nauthóli. Viðskiptavinir Sensa fengu sérstaklega boð á þennan viðburð. Sensa eru Platinum partner hjá Palo Alto Networks og höfum við verið í samstarfi til fjölda ára.
Steingrímur Óskarsson, nýr öryggisstjóri Sensa, var fenginn til þeirra með fyrirlestur sem fjallaði þar um öryggisvegferð Sensa og netöryggi.
Öryggi endabúnaðar
Þann 30. október mætti Arctic Wolf til okkar og kynntu þar öryggi endabúnaðar og fengum við fyrirlesarana Charlotte Nobel, Andy Brand ásamt Ara Þór sem eru sérfræðingar hjá Arctic Wolf til landsins.
Fyrirtækið rekur miðlæga öryggisvöktun (Security Operations Center – SOC), sem er mönnuð allan sólarhringinn. Þar er öryggisógn greind og brugðist við í rauntíma.




















































































