Wi-Fi 7 staðallinn hefur vakið mikla athygli fyrir aukinn hraða og nýja tæknimöguleika. Cisco kynnti nýverið tvo nýja senda, CW9176 og CW9178, og miðað við íslenskan markað er CW9176 sérstaklega áhugaverður vegna fjölbreyttra eiginleika og notkunarmöguleika.
CW9176 sendirinn býður upp á stuðning við 2,4-, 5- og 6GHz Wi-Fi tengingar, innbyggðan GPS (GNSS), Ultra-Wideband (UWB) og BLE. Sendinn virkar á 30W afli án UPOE, þó með smávægilegum skerðingum á afköstum – til dæmis lækkar uplink í 2,5 Gbps, 2,4 GHz bandið fer í 2×2 MIMO og USB-tengi verður óvirkt. Þessar takmarkanir ættu þó ekki að hafa veruleg áhrif á algenga notkun.
Möguleikar CW9176 sendisins ná langt út fyrir hefðbundnar þráðlausar tengingar, sjá eftirfarandi:
- Nákvæm staðsetning og rekjanleiki: Sendirinn styður tæknilausnir fyrir nákvæma staðsetningu tækja í rauntíma, sem getur verið sérlega gagnlegt á svæðum þar sem búnaður gengur manna á milli, eins og í vöruhúsum eða á sjúkrastofnunum.
- Wayfinding: Í verslunarumhverfi er hægt að bjóða viðskiptavinum upp á leiðsögu í gegnum snjallforrit, sem auðveldar leit að vörum og bætir upplifun viðskiptavina.
- Hot desking og rýmisnýting: Sendirinn gerir okkur kleift að fylgjast með aðgengi að vinnurýmum og loftgæðaskynjurum í rauntíma, sem einfaldar stjórnun sveigjanlegra vinnusvæða.
- Greining og innsýn: Með tækni eins og BLE og UWB er hægt að greina hegðun tækja, kortleggja fjölsótt svæði og safna gögnum um umferðarmynstur innan bygginga.
Með þessum nýjungum býður CW9176 upp á margvíslega möguleika sem geta aukið skilvirkni og bætt notendaupplifun í fjölbreyttum rekstrarumhverfum.
Meðfylgjandi er fyrirlesturinn um Wi-Fi 7 frá Sensa deginum 2025 þar farið er yfir helstu atriði.
Höfundar bloggsins er Hörður Jóhannsson, leiðtogi þráðlausra netlausna hjá Sensa.