Skip to content

Þjónustuver & Skiptiborð

Þjónustuver mynd

Breytt aðferðafræði

Sensa býður upp á fjölbreyttar lausnir sem snúa að þjónustuvers- og skiptiborðshugbúnaði til að koma til móts við þær
áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir við innleiðingu stafrænna leiða.

Stafræn bylting í sjálfsafgreiðslu hefur gert það að verkum að verkefni og skipulag þjónustukjarna hefur breyst mikið. Lausnir hafa þurft að aðlagast breyttri aðferðafræði.

Einföldum verkefnum hefur fækkað en flóknari fjölgað. Þar sem sjálfsafgreiðsla endar tekur mannshöndin við sem kallar
á breytt skipulag og aðferðarfræði.

Anywhere 365

Anywhere365 eru fremstir meðal jafningja en fyrirtækið er það fyrsta sem fékk Microsoft Teams Contact Center vottun frá Microsoft. Fyrirtækið sinnir mörgum af stærstu fyrirtækjum heims hefur náð mikilli útbreiðslu á undanförnum árum með því að vera með sterkan fókus á þá eiginleika sem markaður hefur kallað eftir.

Anywhere365 býður uppá mjög öflugt þjónustuver sem tekur á flestum þjónustuleiðum(e. Channel), eins og símtölum, tölvupósti, vefspjalli og samfélagsmiðlum. Anywher365 getur einnig tengst flestum CRM kerfum á markaði.

Anywhere365 er einnig með skiptiborðshugbúnað sem hentar fyrir fyrirtæki sem þurfa öflugan hugbúnað fyrir starfsmenn sem vinna í móttöku eða á skiptiborði.Það er mjög einfalt að prófa hugbúnað og byrja strax að vinna með tól sem er sérhæft fyrir þessa virkni.

Webex Contact Center

Framtíðin er björt með Webex Contact Center.

Webex Contact Center setur viðskiptavinina í forgang. Með nýjustu tækni er upplifun viðskiptavina meiri og þjónustan persónulegri. Þá er passað upp á að starfsfólk hafi allar þær upplýsingar sem þeir þurfa til að veita framúrskarandi þjónustu.

Webex Contact Center býður upp á mjög öflugt þjónustuver sem tekur á flestum þjónustuleiðum (e. Channel), eins og símtölum, tölvupósti, vefspjalli og samfélagsmiðlum. Lausnin býður upp á að tengjast Salesforce og Microsoft Dynamics.

Zylinc

Zylinc hefur verið flaggskip Sensa þegar kemur að skiptiborðslausnum um árabil. Styrkleiki Zylinc er getan til að samþætta við mörg kerfi eins og Cisco Unified Communications Manager, Broadworks og Microsoft Teams.

Hægt er að velja á milli þess að vera með kerfið hjá sér eða nota þjónustu beint úr skýinu og styður það við biðraðir fyrir símtöl og tölvupóst.

Meira um Teams

Einfaldari samvinna!

Meira um Webex

Fjarfundakerfi sniðið að þínu fyrirtæki!

Fundarherbergi

Sjón er sögu ríkari!

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.