Skip to content

Öryggishugvekja

Öryggishugvekja

Látum ekki blekkjast!

Netárásir á fyrirtæki og einstaklinga er því miður orðið daglegt brauð og vöxtur slíkra árasa vaxa um tugi prósenta á hverju ári. Yfir 90% netsvika um þessar mundir ganga út á það að starfsmenn eða einstaklingar „bíti á agnið”. Þess vegna er árvekni og hegðun orðin en stærsta öryggishola fyrirtækja og heimila.

Sensa býður fyrirtækjum upp á öryggishugvekju fyrir starfsfólk fyrirtækja með áherslu árvekni og hegðun.  Hún fjallar ekki um tækni heldur er áherslan á það hvernig dagleg störf hafa áhrif á upplýsingaöryggi og hvað starfsmenn þurfa að hafa í huga þegar kemur að því að verja gögn og eignir fyrirtækja.

Hugvekjan er um 40 mínútur og hentar vel við ýmis tækifæri þegar starfsmenn koma saman, t.d. í morgunverðarkaffi eða hádegismat. Einnig er hægt að halda hugvekjuna í fjarkynningu í gegnum Teams.

Nánari upplýsingar í síma 425 1715 eða á sala@sensa.is.

Góð vakning sem fær fólk til að hugsa. Öryggismál á mannamáli
Marteinn Sverrisson
upplýsingatæknistjóri Vegagerðarinnar
Hugvekja Sensa vakti mig til umhugsunar um þá ósiði sem ég hef vanið mig á í tengslum við tölvur og öryggi. Hún raungerði þá hættu sem steðjar að fyrirtækjum og heimilum og hversu mikilvægt er að vera vakandi gagnvart óprúttnum aðilum sem reyna að lauma sér inn bakdyramegin með aðstoða grandalausra.
Sólveig Gísladóttir
sérfræðingur hjá Vegagerðinni
Hugvekja um upplýsingaöryggi frá Sensa var fróðleg á allan hátt og á mannamáli þannig þú tengir vel við efnið. Það er mikilvægt að fjalla um þetta málefni sem oftast og hvað við sem einstaklingar getum gert til að breyta hegðun okkar til að auka öryggi gagna, ekki bara hjá fyrirtækinu heldur einnig okkar persónulegu gagna s.s. myndir o.fl.
Petra Lind Einarsdóttir
mannauðsstjóri, HS Orka

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.