Innleiðing
Microsoft 365
Ertu að fara af stað eða er vegferðin hafin?
Ert þú á leið með upplýsingar í Microsoft 365 skýið og vantar aðstoð? Sensa hefur víðtæka reynslu af flutningi fyrirtækja í Microsoft 365 og getur gefið góð ráð.
Uppsetning umhverfis
Sensa sér um alla tæknilega uppsetningu á Microsoft umhverfinu í skýinu og uppfærslu útstöðva sé þess þörf.
Einnig veita sérfræðingar ráðgjöf varðandi öryggisstillingar.
Flutningur á tölvupósti
Við tökum að okkur flutning gagna úr núverandi póstkerfi í Microsoft skýið. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða Exchange póstkerfið, Notes eða Zimbra.
Skipulag í skýinu
Hvernig finnum við hratt og örugglega þær upplýsingar sem okkur vantar? Ef flytja á í skýið aðrar upplýsingar en tölvupóst er mikilvægt að huga að endurskipulagningu þeirra áður en þær eru fluttar.
Flutningur á gögnum
Ef ráðast þarf í ítarlegri uppsetningar eða aðlaganir getur Sensa annast þau verkefni. Það getur t.d. átt við ef flytja þarf upplýsingar úr eldri kerfum í Microsoft 365 skýið eða tengja Microsoft 365 við aðrar lausnir.
Fræðsla
Í boði eru fjölbreytt námskeið um lausnir Microsoft 365 í umsjón helstu sérfræðinga Sensa.
Aðgangur að Tækniborði
Tækniborð Sensa hefur yfir að ráða sérfræðingum sem geta aðstoðað þig með lausnir Microsoft ásamt mörgu öðru.