Skip to content

Stjórnarháttaryfirlýsing

Skilmálar

Stjórnarháttayfirlýsing Sensa

Stjórnarhættir Sensa tekur mið af lögum um einkahlutafélög, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og almennum leiðbeiningum um góða stjórnarhætti.
 
Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda. Hún er skipuð fimm einstaklingum sem kosnir eru á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra og stýrir helstu málefnum félagsins milli hluthafafunda og gætir hagsmuna þess gagnvart þriðja manni. Undirskrift tveggja stjórnarmanna skuldbindur félagið.
 
Stjórn hefur sett sér ítarlegar starfsreglur, í samræmi við ákvæði laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, samþykktir félagsins og Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja Gildandi starfsreglur stjórnar voru samþykktar á stjórnarfundi 28. ágúst 2018.
 
Starfsár og reikningsár er almanaksárið. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreiknings og lagt fyrir endurskoðendur eða skoðunarmenn eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund.
 
Miðað er við að stjórn félagsins fundi mánaðarlega undir lok hvers mánaðar, nema sérstakar aðstæður kalli á aukafundi. Hlé er gert á fundum stjórnar í júlí.
 
Upplýsingar um stjórn félagsins á hverjum tíma má finna hér.
 
Framkvæmdastjóri félagsins er Valgerður Hrund Skúladóttir og hefur stýrt Sensa frá stofnun félagsins í febrúar 2002.
 
Framkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri félagsins og kemur fram fyrir hönd félagsins í málefnum sem varða daglegan rekstur auk þess að sjá um ráðningu næstráðenda í félaginu.
 
Mat og endurgjöf á störf framkvæmdastjórnar og störf stjórnar er í höndum hluthafans/eiganda og metið árlega í samræmi við ákvæði starfsreglna stjórnar og Leiðbeininga um góða stjórnarhætti.
 
Stjórnin ber ábyrgð á að koma á virku kerfi innra eftirlits og að skilgreina helstu áhættur í starfseminni. Á aðalfundi félagsins skal kjósa einn eða fleiri löggilda endurskoðendur eða skoðunarmenn ásamt varamönnum. Skulu þeir rannsaka reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja niðurstöðu fyrir aðalfund. Endurskoðendur og skoðunarmenn geta ekki verið úr hópi stjórnarmanna eða starfsmenn félagsins.
 
Samþykkt á fundi í stjórnar 30.09.2019.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.