Skip to content

Jafnlaunastefna

Skilmálar

Útg. 1.4. – 8. nóvember 2021

Jafnlaunastefna Sensa

Fyrirtækið fylgir eftirfarandi jafnlaunastefnu. Umgjörð jafnlaunakerfis er lýst í VR 101 Stjórnkerfi jafnlaunavottunar. Við mótun stefnunnar og stjórnkerfisins var hafður til hliðsjónar staðallinn IST 85:2012 – Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar og ST 102 – Mannauðs- og jafnréttisstefna Sensa. Stefnan er órjúfanlegur hluti af mannauðs- og jafnréttisstefnu félagsins.

  1. Fyrirtækið skuldbindur sig til að fylgja ferli jafnlaunavottunar sem innleitt hefur verið hjá félaginu í samræmi við staðal um jafnlaunavottun og tryggir að öllum þáttum þessarar stefnu sé framfylgt með viðeigandi ráðstöfunum.
  2. Stefnunni er ætlað að tryggja að unnið sé í samræmi við lög nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og að stefnu um mannauðs- og jafnréttismál sé fylgt. Með skýrri stefnu vill félagið fara að lögum og vinna með markvissum hætti að því að fyllsta jafnréttis sé gætt og að unnið sé í samræmi við lög um jöfn laun kynjanna.
  3. Fyrir öll störf er til starfslýsing og starfaflokkun.
  4. Með virkri jafnlaunastefnu skal tryggt að starfsmenn séu metnir að verðleikum.
  5. Fyrirtækið tryggir að viðkomandi starfsmenn fái nauðsynlega þjálfun og stuðning við að framfylgja ferli félagsins um jöfn laun kynja.
  6. Fyrirtækið gerir árlega greiningu á launamun kynja og metur aðgerðir úr frá niðurstöðu í samræmi við stefnu og markmið. Starfsmenn félagsins fá kynningu á megin niðurstöðu jafnlaunagreiningar hverju sinni.
  7. Einnig framkvæmir fyrirtækið innri úttektir og greiningar til að fylgja eftir markmiðum félagsins um jöfn laun kynja.
  8. Í upphafi árs er gerð skýrsla um árangur af rekstri stjórnkerfisins. Fjallað er um helstu lykiltölur og markmið ásamt því að setja ný markmið fyrir komandi ár.
  9. Fyrirtækið skuldbindur sig til að viðhalda stöðugum umbótum í mannauðs- og jafnréttismálum með eftirliti, innri úttektum og bregðast við frávikum í samræmi við ferli og meðhöndlun frávika.
  10. Stefnan er bindandi fyrir alla stjórnendur félagsins. Framkvæmdastjóri er eigandi stefnunnar. Forsjáraðili er mannauðsstjóri. Stefnan er endurskoðuð á þriggja ára fresti og oftar ef þörf krefur og staðfest af leiðtogateymi fyrirtækisins og undirrituð af framkvæmdastjóra félagsins.

Umfang

Jafnlaunastefna Sensa nær til allra starfsmanna fyrirtækisins. Leiðtogateymi Sensa ber ábyrgð á stefnunni og ber mannauðsstjóri ábyrgð á framkvæmd hennar, endurskoðun og kynningu.

Reykjavík 11. mars 2020.

____________________________________________________________

Valgerður Hrund Skúladóttir

Framkvæmdastjóri

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.