Skip to content

Hýsing og rekstur

Margskonar rekstrarþjónusta

Hýsing þarf að vera örugg, framúrskarandi góð og sniðin að þörfum hvers og eins. 

Kerfisveita Sensa er góð lausn fyrir fyrirtæki sem vilja geta unnið í miðlægu kerfi með litlum tilkostnaði. Hún veitir aðgang að sameiginlegum kerfum og innviðum sem eru í rekstri allan sólahringinn, allan ársins hring, og um leið sparast öll upphafsfjárfesting í miðlægum búnaði.

Sensa býður upp á alrekstur þar sem tölvurekstur fyrirtækisins er alfarið tekinn yfir, en er einnig með sértækari lausnir fyrir þá sem vilja áfram sjá um ákveðna þætti sjálfir. Þjónustan er í öllum tilfellum sniðin að þörfum viðskiptavina með öryggi og hagkvæmni að leiðarljósi.

Hýsing vélbúnaðar

Vélasalur Sensa er búinn nýjum og öflugum kælibúnaði og varaaflgjöfum frá APC, öflugu myndavélaeftirliti sem skráir allar hreyfingar og atvik sem eiga sér stað ásamt því sem raka-, hita- og hreyfiskynjarar fylgjast stöðugt með öllum umhverfisþáttum.

Leiga sýndarvéla

Sensa rekur umfangsmikil sýndarumhverfi byggt á VMware Sphere og Microsoft Hyper-V. Þannig tryggjum við að bestu lausnirnar séu í boði fyrir mismunandi verkefni. Lögð er mikil áhersla á uppitíma og sveigjanleika umhverfanna.

Einkaský

Við aðstoðum þig við að koma þér upp öflugu og sveigjanlegu einkaskýi. Við leitumst við að tryggja að styrkleikar hvers umhverfis fyrir sig styðji sem best við þínar kröfur.

Skýjalausnir

Við leggjum áherslu á að umhverfið þitt henti þínum rekstri. Sérfræðingar okkar hafa sérþekkingu á þeim möguleikum sem í boði eru og geta ráðlagt þér við val á rekstrarumhverfi.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.