fbpx
Leit
Gagnagrunnar
20007
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-20007,page-child,parent-pageid-19789,bridge-core-1.0.7,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,side_menu_slide_with_content,width_270,qode_popup_menu_push_text_right,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-19.2.1,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive
 

Gagnagrunnar

Vantar þig aðstoð eða vilt þú losna alfarið við rekstur gagnagrunna?

Sensa býður fjölbreytta þjónustu tengda gagnagrunnum, bæði grunnrekstur gagnagrunna sem og stakar aukaþjónustur. Þegar um grunnrekstur er að ræða þá sjá sérfræðingar Sensa um allan daglegan rekstur á gagnagrunninum, sinna eftirliti og fyrirbyggjandi viðhaldi eins og við á.

Þjónusta í boði :

Daglegur rekstur

Fyrirbyggjandi viðhald

Afritun gagnagrunna

Sala gagnagrunnsleyfa

Eftirlit og viðbragð 24/7

Hýsing gagnagrunnsþjóna

Dulkóðun gagnagrunna

Afkastamælingar

Sértækt SQL eftirlit

Reglubundnar skýrslur

Rekstur MS SQL gagnagrunna í samnýttu umhverfi Sensa

Viðskiptavinum býðst aðgangur að MS SQL gagnagrunnum í samnýttu umhverfi Sensa. Starfsmenn Sensa sjá alfarið um rekstur gagnagrunnanna og aðgangsstýringar.  Umhverfið er byggt upp með rekstraröryggi og uppitíma að leiðarljósi.

Sértækur MS SQL gagnagrunnþjónn

Sensa tekur einnig að sér rekstur sértækra gagnagrunnsþjóna viðskiptavina hvort heldur sem þeir eru staðsettir í umhverfi viðskiptavinar, í skýjaþjónustum s.s. Amazon RDS eða hjá Sensa.

 

Hægt er að velja milli mismunandi þjónustustiga eftir þörfum viðskiptavina, allt frá því að viðskiptavinur sjái sjálfur um rekstur gagnagrunnsþjóns upp í það að starfsmenn Sensa sjái alfarið um rekstur, eftirlit og viðbragð.

Sérfræðiþjónusta Sensa

Gagnagrunnssérfræðingar Sensa eru ávallt tilbúnir að aðstoða og veita ráðgjöf. Það er sama hvort gagnagrunnurinn er hýstur hjá Sensa eða í umhverfi viðskiptavina.  Þeir hafa einnig þekkingu á mörgum ólíkum gagnagrunnum s.s. MS SQL, PostgreSQL, MySQL og MariaDB.

MS SQL

PostgreSQL

MySQL

MariaDB