Skip to content

Störf í boði

sensa

Hafir þú áhuga á að starfa fyrir Sensa máttu gjarnan fylla út almenna starfsumsókn eða sækja um laust starf sé það auglýst hér að neðan.

Vinsamlegast athugið að fylla þarf út umsóknarform hér á vefnum þegar sótt er um starf. Hægt er að senda viðhengi með umsókn. Öllum umsóknum er svarað, og farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Hérna er hægt að skoða hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þegar þú sækir um starf hjá okkur.
 

Net- og öryggissérfræðingur

Erum að stækka og þurfum fleiri hendur. 

Við erum að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í krefjandi og spennandi umhverfi með mikla möguleika á að þróa kunnáttu sína og getu. 

Netkerfi í dag teygja sig frá innri netum, upp í skýjaþjónustur og allt þar á milli. Verkefnin snúa meðal annars að því að þróa og reka núverandi netkerfi hjá viðskiptavinum Sensa ásamt okkar eigin hýsingarneti og öryggislausnum.

Ert þú persónan sem við erum að leita að?

Hefur þú:

  • Reynslu og þekkingu á net- og öryggislausnum?
  • Samskiptahæfni og frumkvæði ásamt vilja til að læra nýja hluti?
  • Brennandi áhuga á netkerfum og öryggislausnum?

Sensa er leiðandi upplýsingatæknifyrirtæki þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi.

Mikil áhersla er lögð á velferð starfsmanna, góðan starfsanda og hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi, m.a. með því að veita starfsmönnum tækifæri til að vaxa með þjálfun og símenntun. 

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur er til og með 2. maí nk. 

Fyrirspurnum skal beint á netfangið starf@sensa.is

Í anda jafnréttisstefnu Sensa hvetjum við alla til að sækja um, óháð kyni.

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.