Skip to content

Hvert stefnir þú?

Við heillumst af framúrskarandi tæknifólki

Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.

Áhersla er lögð á að veita faglega ráðgjöf og þjónustu og jafnframt bjóða lausnir sem eru  virðisaukandi og falla inn í krefjandi umhverfi fyrirtækja. 

Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum. 

Gildi Sensa

Tækifæri á alþjóðlegum vettvangi

Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 35 löndum. Crayon býður upp á ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun lausna félagsins og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi. 

Þetta er því spennandi vettvangur fyrir starfsfólk Sensa að dafna í alþjóðlegu umhverfi.

Vinnuumhverfi sem fer vel með þig

Vinnuaðstaðan hjá Sensa er til fyrirmyndar og stuðlað er að því að starfsfólki líði vel:

Þar sem er skemmtilegt að vera

Hjá Sensa er öflugt starfsmannafélag, STENSA, sem stendur reglulega fyrir viðburðum af ýmsu tagi. 

Einnig eru starfandi fjölbreyttir klúbbar eins og: 

„Helstu afrek mannkyns hafa orðið með samskiptum.
Með tæknina okkur til stuðnings eru möguleikarnir óendanlegir.
Það eina sem við þurfum að tryggja er að eiga samskipti.“

Vertu með

Við erum alltaf að leita að hæfileikaríku fólki. Ef þú hefur áhuga á að starfa hjá Sensa máttu gjarnan senda okkur ferilskrá ásamt kynningarbréfi á starf@sensa.is.

Öllum umsóknum er svarað, og farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Hérna er hægt að skoða hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þegar þú sækir um starf hjá okkur.

starf@sensa.is

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.