- LAUSNIR OG ÞJÓNUSTA
- UM SENSA
- FYRIRTÆKIÐ
- MANNAUÐUR
- HAFA SAMBAND
- English
Menu
Cisco Umbrella skýjaþjónusta er framlínuvörn gegn hættum á netinu. Umbrella er viðbót við aðrar öryggislausnir fyrirtækja og stofnana, en kemur ekki í staðinn fyrir aðrar öryggislausnir.
Umbrella veitir vernd gegn spilliforritum, veiðipóstum og
skaðlegum netsíðum. Umbrella skoðar umferð út á
netið (DNS) og lokar þannig á aðgengi að óæskilegum síðum.
Lausnin gefur þér samstundis yfirlit yfir netumferð í þínu
fyrirtæki.
Við erum sérfræðingar í Cisco Umbrella og getum aðstoðað þig við að finna réttu Cisco lausnina. Heyrðu endilega í okkur og saman finnum við út hvað hentar þér og fyrirtæki þínu best.
Spilliforrit eru ein helsta öryggisógn við tölvukerfi fyrirtækja. Starfsfólk vinnur frá mismunandi stöðum utan skrifstofunnar og er því ekki alltaf varið á bakvið eldvegg fyrirtækis.
Oft eru það mannleg mistök sem valda því að atlaga með spilliforritum heppnast. Því er mikilvægt að innleiða skilvirka öryggislausn.
Cisco Umbrella er einföld og fljótleg í uppsetningu og ekki þarf að hafa stöðugar áhyggjur af uppfærslum og viðhaldi.
Cisco Systems Inc. er bandarískt hátæknifyrirtæki með aðsetur í Sílíkon-dalnum í Kaliforníu. Cisco þróar, framleiðir og selur hvers kyns hug- og vélbúnað með áherslu á samskipta- og netþjónustur. Óhætt er að segja að Cisco sé með fremstu fyrirtækjum heims á þessu sviði.
Við hjá Sensa höfum verið með Gull vottun frá Cisco síðan 2007. Strangar kröfur eru gerðar varðandi ferla og gæðastýringu Gold partner Certified fyrirtækja en Cisco tekur árlega út þau fyrirtæki sem ná þessum áfanga.