fbpx
Leit
Upplýsingastefna
21331
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-21331,bridge-core-1.0.7,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,side_menu_slide_with_content,width_270,qode_popup_menu_push_text_right,footer_responsive_adv,qode-theme-ver-19.2.1,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive
 

Upplýsingastefna

Tilgangur
Stefnan nær utan um gögn í eigu Sensa og í eigu viðskiptavina, þar sem Sensa er vinnsluaðili, og styður við upplýsingaöryggisstefnu Sensa. Upplýsingastefnan Sensa tekur til allra upplýsinga á rafrænu- og pappírsformi sem tengjast rekstri og hlutverki Sensa.

 

Stefna
Sensa ber ábyrgð á flokkun, meðferð, varðveislu og grisjun gagna fyrirtækisins og viðskiptavina í samræmi við upplýsingaöryggisstefnu, verklagsreglu og vinnslusamninga við viðskiptavini. Sensa notar upplýsingar af ýmsu tagi í daglegum rekstri og hagar umgengni í samræmi við ofangreinda ábyrgð.

 

Markmið

  • Upplýsingar aðgengilegar starfsmönnum óháð staðsetningu, tíma og tæki.
  • Aðgangur, öryggi og réttleiki upplýsinga er tryggður.
  • Upplýsingar eru geymdar á miðlægum stað.
  • Skipulag og verklag samræmt. Margvistun upplýsinga óþörf.
  • Auðveldar starfsmönnum vinnu sína og eykur yfirsýn.
  • Starfsmenn finni upplýsingar með lítilli fyrirhöfn.
  • Allar upplýsingar sem starfsmenn vinna með séu á rafrænu formi.
  • Að allar undirritanir séu á rafrænu formi.

 

Framkvæmd og ábyrgð
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á upplýsingastefnu Sensa og leiðtogateymi Sensa tryggir framkvæmd hennar. Öryggisstjóri ber ábyrgð á framsetningu og daglegri umsjón stefnunnar ásamt þjálfun starfsmanna. Starfsmenn bera ábyrgð á daglegri meðferð upplýsinga í samræmi við stefnu og markmið.