Skip to content

Upplýsingastefna

Skilmálar

Útg. 2.0. – 12. maí 2022

Tilgangur

Stefnan nær utan um gögn í eigu Sensa. Upplýsingastefnan styður við upplýsingaöryggisstefnu.

Upplýsingastefnan tekur til allra upplýsinga á rafrænu- og pappírsformi sem tengjast rekstri og hlutverki Sensa.

Stefna

Sensa ber ábyrgð á flokkun, meðferð, varðveislu og grisjun gagna fyrirtækisins í samræmi við upplýsingaöryggisstefnu, verklagsreglu og samninga við viðskiptavini. Sensa notar upplýsingar af ýmsu tagi í daglegum rekstri og hagar umgengni í samræmi við ofangreinda ábyrgð.

Markmið

  • Að upplýsingar séu aðgengilegar starfsmönnum óháð staðsetningu, tíma og tæki.
  • Að hámarka öryggi og réttleika upplýsinga.
  • Upplýsingar eru geymdar á miðlægum stað og ekki skal margvista upplýsingar.
  • Skipulag og verklag samræmt.
  • Að starfsmenn finni upplýsingar með lítilli fyrirhöfn.
  • Allar upplýsingar sem starfsmenn vinna með séu á rafrænu formi.
  • Að undirrituð skjöl séu á rafrænu formi.

Framkvæmd og ábyrgð

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á upplýsingastefnu Sensa og framkvæmdastjórn tryggir framgang hennar. Öryggisstjóri ber ábyrgð á framsetningu og daglegri umsjón stefnunnar ásamt þjálfun starfsmanna. Starfsmenn bera ábyrgð á daglegri meðferð upplýsinga í samræmi við stefnu og markmið.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.