Skip to content

Jafnréttisáætlun

Skilmálar

Jafnréttisáætlun Sensa 2021 - 2024

Jafnréttisáætlun er sett fram til að tryggja að unnið sé í takt við þær kröfur sem fram koma í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, til að styðja við hlýtingu mannauðs- og jafnréttisstefnu og jafnlaunastefnu og til að stuðla að stöðugum umbótum. Stefnan er órjúfanlegur hluti af mannauðs- og jafnréttisáætlun félagsins. 

Eftirfarandi tafla sýnir verkefni jafnréttisáætlunar:

Útg. 2.0 – 11.05.2021

Jafnréttislög Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
6.gr.
Almenn ákvæði um launajafnrétti.
Launamunur skal vera innan við 1% milli kynja.
 • Fylgja verklagi um framkvæmd jafnlaunakerfis.
 • Tvisvar á ári gerð jafnlaunagreining
Fjármálastjóri
 • Fjallað um niðurstöðu á leiðtogafundum í framhaldi af launagreiningu og úrbótaverkefni sett á laggirnar ef þörf krefur.
 • Niðurstaða birt í rýni stjórnenda um jafnlaunavottun og framkvæmd jafnréttisáætlunar í apríl ár hvert.
12. gr.
Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun.
Að auka hlutfall kvenna hjá Sensa um a.m.k. eitt prósentustig milli ára.
 • Skapa sérstaka umgjörð fyrir konur innan Sensa til að styrkja tengsl innan hópsins.
 • Hvetja konur til að sækja um starf hjá fyrirtækinu þegar störf eru auglýst.
 • Laus störf skulu ávallt standa báðum kynjum til boða. Ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um stöðu skal það kyn sem er í minnihluta ganga fyrir.
Leiðtogi viðkomandi einingar ásamt fjármálastjóra.
 • Niðurstaða birt í rýni stjórnenda og framkvæmd jafnréttisáætlunar í apríl ár hvert.
12. gr.
Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun.
Að kynin hafi sömu möguleika til starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings í öðrum störfum.
 • Hvetja skal jafnt konur og karla til að sækja um námsstyrki til náms sem efla möguleika þeirra á starfsþróun.
Fjármálastjóri
 • Fylgst verði með kynjahlutfalli þeirra sem sækja námskeið eða fara í starfsþjálfun.
 • Niðurstaða birt í rýni stjórnenda um jafnlaunavottun og framkvæmd jafnréttisáætlunar í apríl ár hvert.
13. gr.
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs.
Að niðurstaða um jafnvægi milli vinnu og einkalífs sé ávallt á styrkleikabili í vinnustaðagreiningu.
 • Tryggja skal að allt starfsfólk, óháð kyni, geti samræmt einkalíf og vinnu.
 • Starfsfólki skulu kynnt úrræði á borð við sveigjanlegan vinnutíma.
 • Öllu starfsfólki, óháð kyni, skal vera gert kleift að nýta rétt sinn til fæðingar- og foreldraorlofs.
Leiðtogateymi
 • Niðurstaða vinnustaðagreiningar í maí ár hvert.
14. gr.
Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni.
Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum.
 • Stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi skal vera öllum aðgengileg og kynnt starfsfólki árlega.
Fjármálastjóri
 • Niðurstaða vinnustaðagreiningar í maí ár hvert.

Framkvæmdastjóri er eigandi stefnunnar. Forsjáraðili er fjármálastjóri. Stefnan er endurskoðuð á þriggja ára fresti, oftar ef þörf krefur, og staðfest af leiðtogateymi fyrirtækisins og undirrituð af framkvæmdastjóra félagsins.
Reykjavík 5. maí 2021.

____________________________________________________________
Valgerður Hrund Skúladóttir
Framkvæmdastjóri

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.