Skip to content

Hýsing tölvubúnaðar

Komdu með búnaðinn til Sensa

Sensa rekur fyrsta flokks tölvusali sem leigðir eru út til viðskiptavina (e. colocation). Annar er í Verne, Reykjanesbæ og hinn í Reykjavík. Hvort sem þú vilt eingöngu aðgengi og sjá um reksturinn sjálfur eða að við sjáum um tenginguna sem og daglegan rekstur, þá höfum við lausnina fyrir þig. Við tökum við stökum hýslum, netbúnaði eða heilu tölvusölunum, allt eftir þínum þörfum.

Verne Reykjanesbæ

Vottað umhverfi

Fjölbreyttir tengimöguleikar

Hýsingarnet Sensa

Í boði eru tengingar við hýsingarnet Sensa þar sem við getum hleypt þér beint út á internetið, tengt þig við samnýttan eldvegg eða inní okkar eigin net og tengt þig við aðrar þjónustur Sensa. Tengingar á milli vélasala A og B eru einnig í boði í gegnum tengingar Sensa.

Eigin tengingar

Þú getur mætt með eigin tengingar sem við aðstoðum þig við að koma upp.

Innlend fjarskiptafélög

Flest innlend fjarskiptafélög eru með viðveru í gagnaverum Sensa og bjóða uppá tengingar. Sensa getur aðstoðað við uppsetningu og stillingu á tengingum sé eftir því óskað.

Erlend fjarskiptafélög

Í Verne eru fjölmörg erlend félög (s.s. Colt, Level3, Century Link, BT) með starfsemi og bjóða upp á tengingar beint út úr landinu. Sérfræðingar Sensa geta aðstoðað þig við að finna tengileiðina sem hentar þínum þörfum.

Öruggt og sveigjanlegt

Auðvelt aðgengi að annarri þjónustu

Með því að koma í hýsingu til Sensa opnast fjölbreytt þjónustuframboð. Tengingar við hýsingarnet Sensa verða einfaldar sem gefur möguleika á aðgengi að samnýttum auðlindum s.s. gagnageymslum, sýndarvélum og skýjaþjónustum.

Öruggt umhverfi

Vélasalir Sensa eru búnir nýjum og öflugum kælibúnaði og varaaflgjöfum. Myndavélaeftirlit skráir allar hreyfingar og atvik sem eiga sér stað ásamt því sem raka-, hita- og hreyfiskynjarar fylgjast stöðugt með öllum umhverfisþáttum. Öryggisvakt er allan sólarhringinn (24/7/365).

Sérfræðiþjónusta

Sérfræðingar

Sérfræðingar Sensa eru þér ávallt innan handar, reiðubúnir að aðstoða og veita ráðgjöf um allt frá vélbúnaði, netkerfum og afritunarlausnum yfir í skýjalausnir, netöryggi og gervigreind.  

Tækniborð Sensa

Tækniborð Sensa er á vaktinni 24/7/365 og getur aðstoðað þig. Hvort sem þú kallar eftir aðstoðinni eða við höfum búnaðinn þinn í fyrirbyggjandi eftirliti. Þú ræður ferðinni.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.