Framúrskarandi í 10 ár! Sensa tók í gær á móti viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2019. Við erum stolt af því að hafa verið á þessum lista frá upphafi eða sl. 10 ár. Á myndinni má sjá Sigurð M. Jónsson, framkvæmdastjóra sölusviðs, taka á móti viðurkenningunni.

Embætti landlæknis semur við Sensa um hýsingu og rekstur
Embætti landlæknis hefur samið við Sensa um hýsingu og rekstrarþjónustu fyrir miðlægan rekstur upplýsingakerfa og umhverfi. Markmiðið er að tryggja öryggi og framþróun þessara kerfa.