Skip to content

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd, gæðastjórnun og spillingu. Reglulega er virkni kerfanna sannprófuð með úttektum af óháðum faggiltum aðilum.

Mikil vinna hefur verið lögð í að gera Sensa að öflugum vinnustað með áherslu á samvinnu ásamt því að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Þessar vottanir stuðla að markvissari vinnuferlum og tryggja stöðugar umbætur sem leiða af sér skilvirkari og betri þjónustu. Vottunin veitir Sensa gott og mikilvægt aðhald og leggur góðan grunn að umbótum og jákvæðri þróun í auknu öryggi og gæðum.

„Kröfurnar aukast sífellt um aukið öryggi og gegnsæi. Fyrirtæki og stofnanir verða að geta treyst því að samstarfsaðilar vinni eftir stöðluðu verklagi sem byggir á alþjóðlegum vottuðum stöðlum,“ segir Guðmundur Stefán Björnsson öryggisstjóri Sensa.

Guðmundur Stefán Björnsson,
öryggisstjóri hjá Sensa

IMG_8345

 

Með þessum viðbótum við ISO 27001 vill Sensa treysta enn frekar stoðir félagsins gagnvart skuldbindingum til handa viðskiptavinum Sensa og samfélagsins.

Sensa er nú með eftirtalda ISO staðla:

ISO/IEC 27001: 2017 – Stjórnunarkerfi fyrir upplýsingaöryggi

Sensa hefur verið með stjórnkerfi upplýsingaöryggis síðan 2015. Staðallinn tilgreinir kröfur um að innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi. Staðallinn felur einnig í sér kröfur um áhættumat og úrbætur vegna upplýsingaöryggis, sem sniðið er að þörfum Sensa.

ISO 9001:2015 – Gæðastjórnunarkerfi

Sensa hefur innleitt gæðastjórnunarkerfi sem tekur á öllum þáttum starfseminnar. Staðallinn tilgreinir kröfur til gæðastjórnunarkerfis þegar skipulagsheild þarf að sýna fram á getu sína til að bjóða að staðaldri vörur og þjónustu sem mæta kröfum viðskiptavina og viðeigandi laga og stjórnvaldsreglna.

ISO 14001 – Umhverfisstjórnunarkerfi

Sensa hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi sem tekur á öllum þáttum umhverfismála. Staðallinn tilgreinir kröfur sem gerðar eru til umhverfisstjórnunarkerfis sem skipulagsheild getur notað til að bæta umhverfisframmistöðu sína.

ISO/IEC 27701:2019 – Stjórnunarkerfi um persónuvernd

Sensa hefur innleitt stjórnkerfi sem tekur á öllum þáttum persónuverndar. Staðallinn tilgreinir kröfur og veitir leiðsögn við að koma á, innleiða, viðhalda stöðugum umbótum stjórnunarkerfis um persónuvernd.

ISO 37001:2016 – Gegn mútum og spillingu

Sensa hefur innleitt stjórnkerfi sem tekur á þáttum gegn mútum og spillingu. Staðallinn tilgreinir kröfur og veitir leiðsögn við að koma á, innleiða og viðhalda stöðlum gegn mútum og spillingu.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd,

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri.

BYKO semur við Sensa um sérfræðirekstur

BYKO hefur samið við Sensa um sérfræðirekstur og uppsetningu á nýjum netkerfum fyrirtækisins. Markmiðið er að tryggja stöðugleika, öryggi og framþróun þessara kerfa ásamt því

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.