Sensa var valið Samstarfsaðili ársins hjá Fortinet fyrir árið 2023 en það er annað árið í röð sem Sensa fær þessa viðurkenningu. Árangur Sensa með Fortinet lausnum hefur verið eftirtektarverður á liðnum árum en á bak við viðurkenninguna stendur stór hópur sérfræðinga hjá Sensa í öryggis-, net- og þráðlausum lausnum Fortinet.
Sensa hefur fjárfest í þekkingu starfsmanna í Fortinet lausnum sem og að kynna nýjar Fortinet lausnir fyrir núverandi og nýjum viðskiptavinum. Sensa hefur öðlast mikla reynslu í hönnun, uppsetningu og rekstri á lausnum frá Fortinet fyrir bæði hefðbundin skrifstofuumhverfi sem og í framleiðslunetum fyrir bæði orku- og sjávarútvegsfyrirtæki.
Við erum einstaklega stolt af þessari viðurkenningu og þökkum kærlega fyrir okkur.