Skip to content

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri. Copilot er byltingarkennt gervigreindartól sem sameinar krafta máltækni og gervigreindar. 

Copilot, sem áður var eingöngu í boði fyrir Enterprise viðskiptavini með lágmarkskaup upp á 300 leyfi, er nú í boði fyrir öll fyrirtæki án takmarkana.

Nýjasta „Work-Trend Index“ frá Microsoft, sem birt var á Microsoft Ignite í síðasta mánuði, dregur fram fyrstu áhrif Copilot. Sýnt er fram á raunverulega framleiðni aukningu sem og tímasparnað notenda, til dæmis: 70% Copilot notenda sögðust vera afkastameiri og 68% sögðu það hefði bætt gæði vinnu. Hægt er að lesa nánar um niðurstöðurnar hér.

Ráðgjafar Sensa hafa áralanga reynslu af vinnu við skipulagningu upplýsinga í skýinu. Með tilkomu gervigreindar myndast nýjar áskoranir sem mikilvægt er að undirbúa sig fyrir. Endilega hafðu samband við sérfræðinga okkar ef þú vilt fá að vita meira um Copilot.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd,

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri.

BYKO semur við Sensa um sérfræðirekstur

BYKO hefur samið við Sensa um sérfræðirekstur og uppsetningu á nýjum netkerfum fyrirtækisins. Markmiðið er að tryggja stöðugleika, öryggi og framþróun þessara kerfa ásamt því

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.