Skip to content

Cisco gull vottun síðan 2007

Cisco gold partner

Í september hlaut Sensa sína 12. gull vottun í röð frá Cisco. Cisco gull vottun gefur til kynna þekkingarstig fyrirtækisins. Sensa er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur náð gull vottun frá Cisco.

Vottunin staðfestir þekkingu og hæfni Sensa í netkerfum, samskiptalausnum, öryggi og þjónustu, ásamt því að ferlar og vinnubrögð uppfylla strangar kröfur Cisco. Fyrir viðskiptavini Sensa tryggir þetta að kjör á búnaði verða þau bestu sem völ er á sem og aðgengi að tæknilegri þekkingu.

Strangar kröfur eru gerðar varðandi ferla og gæðastýringu Gold partner Certified fyrirtækja en Cisco tekur árlega út þau fyrirtæki sem ná þessum áfanga.

Hátt þekkingarstig

Cisco Gold Partner Certification gerir kröfu á Sensa að hafa hátt þekkingarstig en átta tæknimenn Sensa hafa náð hinni torfengnu CCIE (Cisco Certified Internetworking Expert) gráðu – en þessi gráða er ein sú eftirsóttasta í upplýsingatækniheiminum.

Sensa státar einnig að nokkrum undir vottunum sem staðfesta sérþekkingu í hinum ýmsu umhverfum.
Meðal annars má nefna;

  • ADVANCED SECURITY ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED COLLABORATION ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED DATA CENTER ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED ENTERPRISE NETWORKS ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • CISCO OPEN STACK PRIVATE CLOUD

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Þjónustukönnun

Viðskiptavinir Sensa fá á næstu dögum senda stutta þjónustukönnun á tölvupósti frá rannsóknarfyrirtækinu Prósent.  Könnunin er send á viðskiptavini sem og samstarfsaðila og er mikilvægur

Samstarf Cisco og Microsoft

Microsoft og Cisco tilkynntu í vikunni um aukið samstarf í kringum fjarfundalausnir. Samstarfið mun leiða til þess að  fjarfundarbúnaður frá Cisco verði vottaður (certified) fyrir Microsoft

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.