Skip to content

Sýndarferðalag Sensa

Starfsfólk Sensa lagði upp í sýndarferðalag til Fucking í Austurríki þann 1. nóvember sl. með viðkomu í Hell í Noregi. 18 dögum seinna voru hreyfióðir Sensalingar komnir til Fucking og höfðu gengið, hlaupið og hjólað 5.003 kílómetra. Þarna voru allir komnir í gírinn og stefnan því sett á að halda áfram alla leið til Betlehem í Palestínu. 

Virkilega gaman hefur verið að fylgjast með hvað vinnufélagar eru að gera sér til hreyfingar og fylgjast með kílómetrastöðunni. Alls hafa 100 af 117 starfsmönnum Sensa skráð sína hreyfingu í appið sem nálgast má í Teams eða í símaappi. 

 

Hægt er að fylgjast nákvæmlega með hversu margir kílómetrar liggja að baki, hvað mikið er eftir, hvert hópurinn er kominn og hvað hver og einn er að gera sér til hreyfingar. 

Það tók 5 manna hóp af sérfræðingum Sensa innan við dag að búa til þetta app sem sýnir raunstöðu hverju sinni. Appið er samansett af lausnum á borð við PowerApp, SharePoint List, Azure SQL, Logic App Resource,  AppService og PowerBi. 

Það sem byrjaði sem lausn fyrir einfalt verkefni til að halda utan um ferðalagið, opnaði á að geta boðið viðskipavinum okkar upp á sömu útfærslu. Hvort sem það er fyrir sýndarferðalag til að hvetja starfsmenn að hreyfa sig, eða einfaldlega fyrir verkefnastýringu. Með appinu væri þá hægt að sýna sjónrænt raunstöðu verkefnis og hvetja þannig starfsmenn áfram. 

Sýndarferðalag Sensa heldur að minnsta kosti áfram um sinn. Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að fara í ferðalag líka þá endilega hafa samband og við hjálpum til við að gera upplifunina áhugaverðari. 

Gaman verður að sjá hvenær Sensastarfsfólk nær til næsta áfangastaðar, Betlehem, en þegar þangað er komið eru kílómetrarnir komnir í 8.365. 

Endilega hafðu samband við söludeild Sensa í síma 425 1500 eða sendu okkur línu á sala@sensa.is ef þú vilt fræðast meira um sýndarferðalög!

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd,

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri.

BYKO semur við Sensa um sérfræðirekstur

BYKO hefur samið við Sensa um sérfræðirekstur og uppsetningu á nýjum netkerfum fyrirtækisins. Markmiðið er að tryggja stöðugleika, öryggi og framþróun þessara kerfa ásamt því

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.