Skip to content

Crayon Group nýr eigandi Sensa

Í vikunni var tilkynnt að Crayon Group AS hafi keypt öll hlutabréf í Sensa af Símanum. 

Sensa hefur verið í eigu Símans í rúmlega þrettán ár og á þeim tíma hefur Sensa vaxið og eflst. Nú þykir rétti tíminn til að Sensa taki næsta skref innan nýrrar alþjóðlegrar samsteypu. Síminn verður áfram í hópi lykilviðskiptavina Sensa þrátt fyrir breytt eignarhald.

Innan Crayon verður Sensa áfram sjálfstætt fyrirtæki og starfar á þeim grunni sem það hefur gert í tæplega tuttugu ár, að setja hagsmuni viðskiptavina sinna í forgrunn og laða til sín framúrskarandi starfsfólk sem hefur ástríðu fyrir því að gera betur og nýta tæknina til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína.

Sem hluti af Crayon samsteypunni getum við boðið viðskiptavinum okkar fleiri, hagkvæmari og margþættari stafrænar lausnir. Snertiflötur okkar starfsmanna innan framsækinnar samsteypu, mun án efa gefa okkur tækifæri til að starfa í alþjóðlegu umhverfi við þróun og úrlausnir á sviði upplýsingatækni og vaxa þannig enn frekar og styrkjast sem fagfólk.

Crayon er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Ósló í Noregi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 1.700 starfsmenn og er fyrirtækið með 55 starfsstöðvar í 35 löndum. Crayon er nú þegar leiðandi á heimsvísu í upplýsingatækni og stafrænum lausnum.

Framundan eru því spennandi tímar hjá Sensa og viðskiptavinum fyrirtækisins í stafrænni vegferð inn í framtíðina.

Áætlað uppgjör viðskiptanna mun eiga sér stað í lok febrúar 2021 að uppfylltum skilyrðum m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd,

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri.

BYKO semur við Sensa um sérfræðirekstur

BYKO hefur samið við Sensa um sérfræðirekstur og uppsetningu á nýjum netkerfum fyrirtækisins. Markmiðið er að tryggja stöðugleika, öryggi og framþróun þessara kerfa ásamt því

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.