Skip to content

Jólin láta allt smella saman

Jónatan Þór Jónasson, öryggissérfræðingur hjá Sensa og CCIE, er mikið jólabarn. Hann bókstaflega telur dagana til jóla og desember er svo sannarlega hans mánuður. 

„Það er bara allt við jólin sem mér finnst skemmtilegt. Þetta smellur allt saman – jólabakstur, góður matur, samveran og fjölskylduboðin (þegar það er ekki heimsfaraldur) og hvernig það birtir til í skammdeginu þegar jólaljósin birtast út um allt,“ segir Jónatan. 

Jónatan segist ekki muna eftir því að hafa ekki verið spenntur fyrir jólunum. „Það er alltaf ákveðin tilhlökkun fyrir þessum tíma árs, að byrja að skreyta og baka og koma jólaskapinu af stað. 

Varðandi jólahefðir þá segir Jónatan að einu sinni hafi hann verið mikið fyrir það að halda fast í ákveðnar hefðir og vildi lítið út af breyta. „En ég hef lært að það er mikilvægt að vera tilbúinn að prófa að breyta til og skapa nýjar hefðir, það getur komið skemmtilega á óvart. Það eru þó nokkur atriði sem haldast nokkurnveginn óbreytt eins og að börnin fái nýja bók á aðfangadagskvöld og að heimilið fái nýtt borðspil til að spila yfir jólin. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta bara um að hafa það kósý.“

Jónatan mælir með að nýta desember til að njóta. „Fara í bæinn eða í verslunarmiðstöð án þess að hafa það að markmiði að versla eitthvað. Koma við í jólaþorpinu í Hafnarfirði. Sitja með heitt kakó eða góðan kaffibolla og njóta jólastemningarinnar. Passa að allar ferðir út úr húsi séu ekki tengdar við jólagjafainnkaupastress.“ Hann bætir þó við að þetta eigi ekki við á meðan að heimsfaraldur geysar. Besta ráðið í ár sé að panta skemmtilegt borðspil af innlendri netverslun til að spila við fjölskylduna.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Þjónustukönnun

Viðskiptavinir Sensa fá á næstu dögum senda stutta þjónustukönnun á tölvupósti frá rannsóknarfyrirtækinu Prósent.  Könnunin er send á viðskiptavini sem og samstarfsaðila og er mikilvægur

Samstarf Cisco og Microsoft

Microsoft og Cisco tilkynntu í vikunni um aukið samstarf í kringum fjarfundalausnir. Samstarfið mun leiða til þess að  fjarfundarbúnaður frá Cisco verði vottaður (certified) fyrir Microsoft

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.