Skip to content

Hvers vegna SAP á AWS?

Föstudaginn 27. nóvember kl. 10 stendur Sensa fyrir sérstakri kynningu (rafrænt) á kostum þess að keyra SAP umhverfið í AWS (Amazon Web Services) skýjaþjónustunni.

Á kynningunni mun Stig Skaugvoll og Steve Quinn frá AWS fara yfir það hvers vegna fyrirtæki eru að færa SAP umhverfi sín í AWS skýjaumhverfið. Í framhaldi mun svo Ólafur Harðarson frá Símanum fara yfir reynslusögu þeirra en Síminn gangsetti S/4HANA umhverfið sitt í AWS í júní 2019.

Dagskrá: 
10:00 – Samstarf Sensa og AWS. Eyjólfur Ólafsson, Sensa
10:05 – SAP on AWS – The New Normal. Stig Skaugvoll og Steve Quinn, AWS
10:35 – SAP á AWS – Reynslusaga Símans. Ólafur Harðarson, Síminn
10:50 – Spurningar og svör

Hvað er AWS? Amazon Web Services (AWS) er umfangsmesta og víðtækasta almenningský (public cloud) heims og býður upp á þjónustur frá gagnaverum um allan heim. Milljónir viðskiptavina nota AWS til að lækka kostnað, verða liprari og auka hraða nýsköpunar.

Hvað er SAP? SAP er einn fremsti framleiðandi hugbúnaðar fyrir stjórnun viðskiptaferla, skilvirka gagnavinnslu og upplýsingaflæðis.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd,

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.