Nordic Women in Tech Awards hefur tilnefnt Valgerði Hrund Skúladóttur, framkvæmdastjóra Sensa, í flokknum „Women in Tech Advocate of the Year“. Verðlaun eru veitt í tíu flokkum og eru fimm konur tilnefndar í hverjum flokki. Nú stendur yfir netkosning þar sem fólk getur kosið sinn fulltrúa.

Embætti landlæknis semur við Sensa um hýsingu og rekstur
Embætti landlæknis hefur samið við Sensa um hýsingu og rekstrarþjónustu fyrir miðlægan rekstur upplýsingakerfa og umhverfi. Markmiðið er að tryggja öryggi og framþróun þessara kerfa.