Skip to content
netVIST_v2
9. september
08:30 - 10:20
Lyngháls 4
Skráning opin
Fyrirsjáanlegur kostnaður
SD-WAN
Rekstraröryggi

Nútímalegur og áhyggjulaus netrekstur

Sensa hefur bætt við tveimur nýjum netrekstrarlausnum í vöruframboð sitt. Annars vegar netlausnina netVIST sem er heildarlausn þar sem Sensa útvegar netbúnað og sér alfarið um rekstur þ.e. leyfi, uppfærslur, öryggi og án óvæntra útgjalda og hins vegar rekstrarstuðningur netlausna þar sem fyrirtækin eiga sinn búnað en fá faglega úttekt, skýrslugjöf og reglulegar uppfærslur.

netVIST með Sensa

netVIST Sensa er netrekstrarþjónusta sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum, óháð staðsetningu, fjölda starfsstöðva og tryggir að netreksturinn vaxi í takt við rekstur fyrirtækja. 

Sensa sér um rekstur, ábyrgð og eftirlit á netbúnaði í netumhverfi fyrirtækja sem byggir á SD-WAN hugbúnaðartækni sem gerir sérfræðingum okkar kleift að bregðast við atvikum í rauntíma og hámarka um leið rekstraröryggi og afköst í netkerfinu. 

Rekstrarstuðningur Sensa

Rekstrarstuðningur Sensa er ný þjónusta þar sem Sensa stígur inn í netreksturinn og aðstoðar stór fyrirtæki við rekstur á þeirra netbúnaði. Daglegur rekstur er enn á ábyrgð eigenda búnaðarins en Sensa styður við reksturinn. Reglulegar úttektir, uppfærslur og stuðningur netsérfræðinga Sensa er kjarninn – sem tryggir öruggari, skilvirkari og áreiðanlegri rekstur til lengri tíma.

netVIST morgunverðarfundur 9.sept

Deila viðburð

Fram koma

Viðskiptastýring

Grétar Stephensen

Öryggisstjóri

Steingrimur Óskarsson

Viðskiptaþróun

Ingvar Linnet

Fortinet

Sævar Haukdal

Netlausnir

Guðmundur Þór Jóhannsson

Dagskrá

08:30 - 9:00

Morgunmatur

09:00 - 09:05

Opnun fundarstjóra

09:05-09:15

NIS2/DORA og netumhverfi fyrirtækja

09:15-09:30

netVIST - rekstur netkerfa

09:30 - 09:45

Tæknilegi þátturinn í netVIST

09:45-09:55

Kynning - Fortinet

09:55-10:05

Rekstrarstuðningur netlausna hjá Sensa

10:05-10:20

Spurt og svarað