Skip to content

Sensa S3 -Gagnavistun

Hvers vegna Sensa S3?

Object Based Storage

Lausnin hentar einkar vel ef komið er upp mikið magn af gögnum sem hafa langan líftíma en takmarkaða notkun, til dæmis skráargögn, afritunargögn eða margmiðlunarskrár.

Sensa býður uppá sitt eigið S3 umhverfi (e. Simple Storage Service) hýst í vottuðu gagnaveri Sensa á Reykjanesi. 

Skalast með þér

Greiðir aðeins fyrir það pláss sem þú notar. Byrjaðu smátt og stækkaðu hratt.

Einfalt í notkun

Við afhendum þér S3 tengistreng og þú getur byrjað.

Víðtækur stuðningur

S3 er samskiptaleið sem stutt er af mörgum mismunandi lausnum, t.d. Kubernetes og Veeam afritunarlausnum.

Dæmi um notkun

Afritun og endurheimt

Lausnin er tilvalin til geymslu á afritum, stærðir breytast í takt við þarfir og gögnin eru aðgengileg þegar þú þarft á þeim að halda.

Langtímavarðveisla gagna

Viltu losa köld gögn af núverandi geymslulausn og geyma á hagkvæmari miðli? Lausnin býður bæði upp á „archiving” og „tiering”.

Stór skráarsöfn

Ertu með stórt skráarsafn sem þig vantar að geyma? Ótakmarkaðar gagnastærðir og samtíma aðgengi. Hentar vel t.d. fyrir margmiðlunarskrár og myndavélagögn.

Umhverfi hönnuð til að keyra í skýinu

Ertu að þróa umhverfi sem er að öllu leyti í skýinu? Lausnin býður upp á alla helstu samskiptamáta sem skýið notast við.

Hvað er Object Based Storage?

Í Object Storage eru gögn geymd sem object, í stað skráa í skráarkerfum (file system) eða blokka í block level storage (SAN). Hvert object inniheldur gögn, metadata og unique identifier. Object Storage býður upp á protocol eins og Amazon Simple Storage Service (S3) og OpenStack Swift

Umhverfi hönnuð fyrir skýið notast gjarnan við S3 / Swift og bjóða upp á skalanleika sem erfitt er að ná í hefðbundnum file og block level geymslulausnum.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.