Skip to content

Log4j2 veikleikinn

Sérfræðingar Sensa hafa unnið hörðum höndum að því að tryggja öryggi Sensa og viðskiptavina frá því að Logj4 öryggisveikleikinn kom í ljós. 

Innviðir Sensa hafa verið skannaðir og viðeigandi ráðstafanir gerðar. 

Við hvetjum viðskiptavini til að huga vel að öðrum kerfum, m.t.t. þessa veikleika, sem eru í eigin umsjá eða hjá öðrum þjónustuaðilum. Hér er þá átt við umhverfi sem eru ekki í rekstrarþjónustu hjá Sensa. Til dæmis kerfi eða hugbúnaður sem mögulega hefur samskipti út á internetið og keyrir Java hugbúnað. Leita skal upplýsinga til viðkomandi þjónustuaðila eða framleiðanda. 

Athugið að mikilvægt er að láta CERT-IS vita ef vart verður við innbrot í kerfi. 

Haldið verður áfram að næstu daga að skanna umhverfi viðskiptavina, fylgjast með tilkynningum frá birgjum, eftirlitsstofnunum og fréttum um veikleikann.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 425 1700, sendið tölvupóst á hjalp@sensa.is eða beint á þinn tengilið innan Sensa.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd,

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri.

BYKO semur við Sensa um sérfræðirekstur

BYKO hefur samið við Sensa um sérfræðirekstur og uppsetningu á nýjum netkerfum fyrirtækisins. Markmiðið er að tryggja stöðugleika, öryggi og framþróun þessara kerfa ásamt því

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.