Skip to content

Log4j2 veikleikinn

Sérfræðingar Sensa hafa unnið hörðum höndum að því að tryggja öryggi Sensa og viðskiptavina frá því að Logj4 öryggisveikleikinn kom í ljós. 

Innviðir Sensa hafa verið skannaðir og viðeigandi ráðstafanir gerðar. 

Við hvetjum viðskiptavini til að huga vel að öðrum kerfum, m.t.t. þessa veikleika, sem eru í eigin umsjá eða hjá öðrum þjónustuaðilum. Hér er þá átt við umhverfi sem eru ekki í rekstrarþjónustu hjá Sensa. Til dæmis kerfi eða hugbúnaður sem mögulega hefur samskipti út á internetið og keyrir Java hugbúnað. Leita skal upplýsinga til viðkomandi þjónustuaðila eða framleiðanda. 

Athugið að mikilvægt er að láta CERT-IS vita ef vart verður við innbrot í kerfi. 

Haldið verður áfram að næstu daga að skanna umhverfi viðskiptavina, fylgjast með tilkynningum frá birgjum, eftirlitsstofnunum og fréttum um veikleikann.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 425 1700, sendið tölvupóst á hjalp@sensa.is eða beint á þinn tengilið innan Sensa.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Falspóstar í nafni Sensa

Sensa hefur verið gert viðvart við falska pósta í okkar nafni þar sem „vefstjóri“ biður um nánari upplýsingar þar sem eitthvað óvenjulegt hafi verið uppgötvað.

Cisco gull vottun í 14. skiptið

Í vikunni fékk Sensa staðfest sína 14. gull vottun í röð frá Cisco. Cisco gull vottun gefur til kynna þekkingarstig fyrirtækisins. Sensa er eina fyrirtækið

Eldgos á Reykjanesi

Sensa hefur virkjað viðbragðsáætlanir vegna eldgossins á Reykjanesi. Verne gagnaver, sem hýsir vélasal Sensa er ekki í hættu vegna eldgossins. Mesta hættan snýr að ljósleiðaratengingu við Suðurstrandaveg

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.