Skip to content

Cisco Webex

Webex Meetings er vef- og myndfundaþjónusta í skýjinu sem er aðgengilegt á Windows, Mac og Linux sem og í helstu vöfrum.

Ein helsta áskorun vinnuveitenda í dag er að tryggja samheldni starfsfólks þrátt fyrir fjölbreyttari vinnustað. Framtíðarsýn Cisco er blanda af viðveru heimavið sem og á vinnustaðnum (e. Hybrid workplace). 

Þessa blöndu þarf að aðlaga að vinnuteymum, búa til upplifun sem nær til allra og hámarka afköst. Lausnaframboð Webex snýr einmitt að því að hámarka upplifun notenda þegar það kemur að fjarfundum, símtölum, skilaboðum, uppákomum og skoðanakönnunum meðal annars.

Öruggar tengingar

Webex leggur lykiláherslu á að dulkóða öll gögn sem snerta á Webex, þá allt frá texta, myndformi og tengingum við önnur forrit en einnig er hægt að tryggja gögnin enn betur með end-to-end dulkóðun (E2EE).

Með Webex fæst einnig hlutverkamiðaður aðgangur fyrir hvern og einn notanda, sem gefur fundargestum takmarkaðari aðgang, t.d. að kynnningarréttindum,
gögnum og forritum. Á sama tíma fá kynnar og admin notendur réttindi til að
gefa eða afturkalla réttindi fundargesta.

Þar að auki býður Webex uppá möguleikann að virkja tvíþáttaauðkenningu, t.d. í gegnum Microsoft MFA, og að sjálfsögðu lykilorðaskyldu til að tengjast fundum.

Rauntímaþýðing og skriflegt afrit af fundum

Í grunnpakkanum er boðið uppá rauntímaþýðingu úr ensku, frönsku, þýsku og spænsku en með auknum leyfisheimildum er hægt að fjölga þessum grunntungumálum. 

Stjórnborð

Webex býður uppá einfalt og notendavænt stjórnborð með mælikvörðum, greiningu og leiðbeiningum. Admin notendur fá þar góða yfirsýn á notendur, vinnusvæði og tæki ásamt greinagóðum skýrslum sem hægt er að fjölga með auknum leyfisheimildum.

Tenging við O365

Webex og Microsoft hafa unnið saman við að tengja Webex meetings og Office forrit á borð við Word, Excel og PowerPoint á öflugan og þægilegan máta. Með þessari tengingu geta notendur unnið saman í skjölum beint í gegnum Webex sem og að gera notendum kleift að senda í umræðuþræði Webex beint úr Office öppum.

Nú er einnig komin bein tenging við Outlook, þar sem auðvelt er að stofna fundarboð sem er aðgengilegt bæði inní Outlook Calendar sem og Webex. Webex styður þar að auki einfaldar skipanir í innbyggðum dagatölum eins og iOS calendar og Windows calendar.

Webex býður einnig uppá tengingu við 30+ forrit svo sem Whiteboard, polls og Q&A: https://apphub.webex.com/meetings

Einfaldleikinn í fyrirrúmi

Webex leggur mikla áherslu á að einfalda allar skipanir og að hámarka upplifun notenda og er því mjög auðvelt að taka upp fundi, tengjast fundum, búa til fundi, flytja símtöl yfir í fundi og margt fleira.

Aðrar skemmtilegar viðbætur í Webex eru t.d. gagnvart svokölluðum „Breakout Room (þegar fundi er skipt upp í minni hópa) en nú geta notendur valið sjálfir í hvaða hóp þeir vilja ganga í. Þá hefur tækninni fleygt fram í hávaðaeyðingu (e. Noise Removal) og skynjun handahreyfinga í mynd t.d. klapp, upprétt hönd og að „líka“ við (e. Like).

Ef þín áhersla er á frábær myndgæði, öfluga samvinnu og fjölbreyttar tengingar við forrit þá gæti Webex Meetings verið fyrir þig.  

Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig McLaren Formúlu 1 liðið notar Webex á fjölbreyttan hátt þrátt fyrir mismunandi staðsetningu starfsfólks. 

Viltu prófa Webex? 

Viltu vita meira? 

Hafðu samband við Sensa – sala@sensa.is – s. 425 1700

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd,

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri.

BYKO semur við Sensa um sérfræðirekstur

BYKO hefur samið við Sensa um sérfræðirekstur og uppsetningu á nýjum netkerfum fyrirtækisins. Markmiðið er að tryggja stöðugleika, öryggi og framþróun þessara kerfa ásamt því

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.