Skip to content

Frí aðstoð með Teams

Office 365 hefur notið mikilla vinsælda á seinustu árum og eru margir komnir með aðgang að Microsoft Teams sem fylgir öllum þeirra áskriftum. 

Teams hefur verið í notkun í rúm tvö ár en núna vegna ástandsins hefur notendum fjölgað umtalsvert og í kjölfarið höfum við fundð vöntun fyrir bæði fræðslu og aðstoð. Einnig hefur þeim fjölgað mjög sem sækja námskeiðin. 

Teams er í raun öflugt samskiptatól; þar er hægt að stýra verkefnum, vinna saman í skjölum og halda fjarfundi með stórum hópum svo eitthvað sé nefnt. 

Sensa hefur ákveðið að veita fría aðstoð við notkun Teams meðan samkomubann vegna Covid-19 stendur yfir. Aðstoðin verður á því formi að hægt er að leita til okkar með spurningar með því að senda tölvupóst á hjalp@sensa.is og fá góð ráð varðandi notkun á Microsoft Teams. Ekki er um að ræða flóknari aðgerðir, yfirtökur né námskeið. 

Í boði eru tvenns konar námskeið í Teams.

Almennt Teams námskeið

Fyrir alla sem vilja nota Teams samvinnulausnina.

Teams námskeið fyrir teymisleiðtoga

Fyrir hópstjóra sem langar að ná betri tökum á notkun Teams fyrir funda- og verkefnastjórnun. 

Linda Dögg Guðmundsdóttir er sérfræðingur í skýjalausnum hjá Sensa. 

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Þjónustukönnun

Viðskiptavinir Sensa fá á næstu dögum senda stutta þjónustukönnun á tölvupósti frá rannsóknarfyrirtækinu Prósent.  Könnunin er send á viðskiptavini sem og samstarfsaðila og er mikilvægur

Samstarf Cisco og Microsoft

Microsoft og Cisco tilkynntu í vikunni um aukið samstarf í kringum fjarfundalausnir. Samstarfið mun leiða til þess að  fjarfundarbúnaður frá Cisco verði vottaður (certified) fyrir Microsoft

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.