Skip to content

Sjálfbærnimarkmið

Í maí sl. kom út sjálfbærniskýrsla Crayon samsteypunnar sem Sensa er hluti af, fyrir árið 2022. Eins og áður byggir hún á fjórum þáttum; fólk, plánetan, velmegun og stjórnarhættir. Undir hverjum þætti fyrir sig má finna metnaðarfull en samt sem áður raunhæf markmið sem stöðugt er verið að vinna í.

Fólkið:
Mikilvægasta auðlindin er starfsfólkið. Fjölbreytni (e. Diversity) er hátt skrifuð hjá Crayon enda hafa rannsóknir sýnt að teymi skipuð starfsfólki með ólíkan bakgrunn skila meiri arðsemi (https://www.mckinsey.com/capabilities/people-and-organizational-performance/our-insights/delivering-through-diversity).

Í lok þessa árs stefnir Crayon á að skrásetja fjölbreytni (e. Diversity), ekki bara kyn, og í kjölfarið setja sér markmið á heimsvísu. Þá er stefnt að því að hlutfall kvenna innan Crayon samsteypunnar verði 40% árið 2027.  

Hlutfall kvenna hjá Crayon.

Hlutfall kvenna hjá Crayon

Plánetan:
Okkur ber skylda til að finna leiðir til að minnka kolefnissporið okkar eins og hægt er. Á þessu ári stefnir Crayon að klára að uppfylla vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja (Science Based Targets Initiative) sem er samstarf nokkurra leiðandi alþjóðlegra aðila á sviði loftslagsmála. Fyrir árið 2030 er stefnt að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 40%.

Crayon flutti höfuðstöðvar sínar í Osló í nýtt og vistvænt húsnæði í nóvember í fyrra. Um er að ræða nýbyggingu sem uppfyllir meðal annars ISO 14001. Kolefnisspor húsnæðisins er um 50% minna en annarra sambærilegra bygginga. Hægt er að lesa nánar um húsnæðið hér: https://www.crayon.com/resources/news2/new-Crayon-headquarters/

 

Höfuðstöðvar Crayon í Osló.

Velmegun:
Við trúum á mátt tækninnar. Við aðstoðum viðskiptavini okkar í að hagræða, draga úr kostnaði og um leið tileinka sér það nýjasta í tækninni hverju sinni. Eitt af markmiðum Crayon samsteypunnar er að verða leiðandi í fjármálastarfsemi í skýinu (FinOps) fyrir 2025 og fyrir 2027 að vera orðinn leiðandi í sjálfbærum vörum- og þjónustu.

 

Stjórnarhættir:
Heiðarleiki er eitt af grunngildunum. Vitað er að ábyrgir stjórnarhættir gefa samkeppnisforskot sem endurspeglast í trausti. Fyrir lok þessa árs er markmið Crayon að koma á fót öryggis- og persónuverndar áætlun (Security and Privacy Partnership Program). Þá er áætlað, fyrir 2025, að siðareglur birgja (Supply Chain Integrity Partnership Program) taki gildi. 

 

Áhugasamir geta nálgast sjálfbærniskýrslu Crayon samsteypunnar hér: https://www.crayon.com/globalassets/global/investor-relations/reports-and-presentations/2022-presentations/crayon-group-holding-asa-esg-report-2022.pdf?

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Þjónustukönnun

Viðskiptavinir Sensa fá á næstu dögum senda stutta þjónustukönnun á tölvupósti frá rannsóknarfyrirtækinu Prósent.  Könnunin er send á viðskiptavini sem og samstarfsaðila og er mikilvægur

Samstarf Cisco og Microsoft

Microsoft og Cisco tilkynntu í vikunni um aukið samstarf í kringum fjarfundalausnir. Samstarfið mun leiða til þess að  fjarfundarbúnaður frá Cisco verði vottaður (certified) fyrir Microsoft

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.