Skip to content

Þrír reynsluboltar til Sensa

Þrír reynslumiklir starfsmenn hafa bæst í hópinn. Við bjóðum þá Guðbjarna, Sigurð og Björgvin innilega velkomna!

Guðbjarni Guðmundsson, einn reynslumesti netsérfræðingur landsins, hefur gengið til liðs við sterkt teymi Sensa í net- og öryggislausnum. Guðbjarni hefur undanfarin tuttugu ár starfað hjá Opnum Kerfum sem sérfræðingur og ráðgjafi í innleiðingum á net- og öryggislausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Þá var hann samhliða ráðgjöf forstöðumaður Kjarnalausna síðustu fimm ár. Guðbjarni er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með CCIE gráðu frá Cisco eða Cisco Certified Internetworking Expert, sem er eftirsótt í upplýsingatækniheiminum.  

Sigurður H. Ólafsson hefur verið ráðinn í viðskiptaþróun Netapp hjá Sensa. Hlutverk Sigurðar verður að skapa nýjar lausnir og þjónustur úr lausnamengi Netapp með áherslu á samnýtingu gagna á milli skýjalausna og hefðbundinna gagnageymslna. Sigurður styrkir öflugan hóp hjá Sensa sem einbeitir sér að lausnum er snúa að gagnaumsýslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gögn fyrirtækja og meðhöndlun þeirra er lykilatriði í samkeppnishæfni fyrirtækja og er markmið Sensa að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar og virðisaukandi lausnir er snúa að því að virkja gögn til verðmætasköpunar. 

Björgvin Björgvinsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Sensa. Hlutverk Björgvins verður fyrst og fremst sala og sérhæfing í Microsoft 365 umhverfinu og skýjalausnum, ásamt almennum rekstrarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Björgvin hefur undanfarin fjórtán ár starfað hjá Epli. Þar hefur hann gegnt ýmsum störfum meðal annars á fyrirtækjasviði og gegnt hlutverki verslunarstjóra síðastliðin fimm ár. Þá hefur hann samhliða unnið sem vefstjóri og stofnað og rekið vefverslanir í gegnum tíðina. Björgvin útskrifast í vor með MCSA og CCNA gráðu í kerfisstjórnun.

Deila á

Share on facebook
Facebook
Share on linkedin
LinkedIn
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email

Tengt efni

Þrír reynsluboltar til Sensa

Þrír reynslumiklir starfsmenn hafa bæst í hópinn. Við bjóðum þá Guðbjarna, Sigurð og Björgvin innilega velkomna! Guðbjarni Guðmundsson, einn reynslumesti netsérfræðingur landsins, hefur gengið til

Cisco Webex – Frí prufuáskrift

Hægt er að fá fría prufuáskrift á Cisco Webex fjarfundakerfinu án bindingar. Engar tímatakmarkanir og hægt að bjóða allt að 100 manns – frítt. Vegna

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.