Skip to content

Microsoft Teams þriggja ára!

Teams varð þriggja ára fyrir skömmu og í tilefni þess munu koma út þrjár spennandi uppfærslur á næstunni.

 

1. Hægt verður að sjá 9 fundargesti í einu í stað 4.
Ein algengasta spurningin sem notendur Teams spyrja er hvort ekki sé hægt að sjá fleiri en 4 í einu. Loksins hefur því verið breytt upp í 9. Einnig er lofað frekari aukningu á næstunni. Byrjað hefur verið að rúlla út þessum breytingum og ættu allir að geta séð hana í lok apríl.

2. Skiptu um bakgrunn í myndfundi.
Nú er hægt að skipta um bakgrunninn þegar þú ert í mynd. Áður var einungis hægt að “blörra” bakgrunninn en í sömu stillingum getur þú nú valið um mismunandi myndir sem Microsoft býður upp á. Heyrst hefur að þeir séu að vinna í því að hægt sé að nota sínar eigin myndir sem bakgrunn.

3. Spjall í nýjum glugga
Núna í apríl á að koma út sú breyting að hægt sé að opna samtöl í nýjum glugga. Seinna mun svo einnig vera hægt að opna skjöl, símtöl og fundi á sama hátt. Þá þarf ekki lengur að vera alltaf að fara fram og tilbaka í Teams. 

 

Linda Dögg Guðmundsdóttir er sérfræðingur í skýjalausnum hjá Sensa.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Morgunverðarfundur með F5 hjá Sensa

Sensa í samstarfi við Arrow bjóða til morgunverðarfundar með F5 þriðjudaginn 29. október næstkomandi. Fundurinn verður haldiinn að Lynghálsi 4, 5. hæð og er skráning

Eydís Eyland ráðin markaðsstjóri Sensa

Eydís Eyland hefur verið ráðin markaðsstjóri Sensa. Hún er með B.Sc. í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og M.Sc. í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Eydís starfaði áður

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.