Skip to content

Microsoft Teams þriggja ára!

Teams varð þriggja ára fyrir skömmu og í tilefni þess munu koma út þrjár spennandi uppfærslur á næstunni.

 

1. Hægt verður að sjá 9 fundargesti í einu í stað 4.
Ein algengasta spurningin sem notendur Teams spyrja er hvort ekki sé hægt að sjá fleiri en 4 í einu. Loksins hefur því verið breytt upp í 9. Einnig er lofað frekari aukningu á næstunni. Byrjað hefur verið að rúlla út þessum breytingum og ættu allir að geta séð hana í lok apríl.

2. Skiptu um bakgrunn í myndfundi.
Nú er hægt að skipta um bakgrunninn þegar þú ert í mynd. Áður var einungis hægt að „blörra“ bakgrunninn en í sömu stillingum getur þú nú valið um mismunandi myndir sem Microsoft býður upp á. Heyrst hefur að þeir séu að vinna í því að hægt sé að nota sínar eigin myndir sem bakgrunn.

3. Spjall í nýjum glugga
Núna í apríl á að koma út sú breyting að hægt sé að opna samtöl í nýjum glugga. Seinna mun svo einnig vera hægt að opna skjöl, símtöl og fundi á sama hátt. Þá þarf ekki lengur að vera alltaf að fara fram og tilbaka í Teams. 

 

Linda Dögg Guðmundsdóttir er sérfræðingur í skýjalausnum hjá Sensa.

Deila á

Facebook
LinkedIn
X
Email

Tengt efni

Nýir tímar með Wi-Fi 7: Morgunverðarfundur

Sensa býður til morgunverðarfundar fimmtudaginn 6. febrúar þar sem Erik Midthun, Technical Solutions Architect hjá Cisco, verður á staðnum og skoðar framtíðina með Wi-Fi 7.

Morgunverðarfundur: Öryggislausnir Cisco

Sensa býður til morgunverðarfundar þann 28. janúar næstkomandi þar sem sérfræðingar Cisco, John Aleksander Moen og Per Arne Sørkilflå, verða á staðnum og kynna það

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.