Skip to content

Starlink gervihnattasamband við Ísland

Starlink þjónustan, sem rekin er af SpaceX, býður uppá Internet samband í gegnum gervihnetti. Nýlega var tilkynnt að þjónustan væri aðgengileg á Íslandi. Þess hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem litla sem enga innviði þarf til þess að ná sambandi við Internetið með þjónustunni. Það er stór kostur fyrir til dæmis svæði sem hafa litla sem enga innviði til staðar. 

Fjárfest var í búnaðnum og um leið og hann kom í hús fór sérfræðingateymi okkar beinustu leið uppá þak húsnæðis okkar að Lynghálsi 4 til þess að prófa tenginguna. 

 

Uppsetning á tengingunni og búnaðnum gekk vonum framar og var komið samband við Internetið á innan við 30 mínútum. Ferlið er mjög einfalt og á færi nánast hvers sem er, en við prófanir á gæðum tengingarinnar urðum við hinsvegar fyrir vonbrigðum.

Staðsetning Íslands er á mörkum þess að hafa möguleika á tengingu við Starlink og þar af leiðandi var hún mjög óstöðug, tengingin var uppi eina mínútuna og úti hina. Við skoðun á gagnvirku korti Starlink á netinu sést að langt er í næstu gervihnetti frá Íslandi og er það líkleg skýring á þessum sambands rofum. 

Starlink Internet sambandið þarf einnig samband við móðurstöðvar á jörðu niðri til samskipta við Internetið eins og við þekkjum það.  Þessar stöðvar eru á víðs vegar um heiminn en töluverð vegalengd er frá okkur á Íslandi í næstu slíka stöð. Þar af leiðandi tekur það frekar langan tíma að komast í samskipti við Internet innviði. Þetta gerir það að verkum að sambandið eins og það er í dag virkar ekki fyrir símtöl og/eða fjarfundaþjónustur eins og Zoom, Teams og Webex. Þessar þjónustur krefjast mun minni seinkunar (e. latency) á netsamskiptum. 

Bandvídd (e. bandwidth) í gegnum þjónustu Starlink var hinsvegar yfir væntingum. Við fengum fína bandvídd á meðan tengingin var virk (yfir 150Mbps) sem er sambærileg og u.þ.b. 20 sjónvarpsstöðvar í ágætum gæðum.

Þrátt fyrir þessa upplifun á þjónustugæðum Starlink á Íslandi þá höfum við unnið með viðskiptavinum í Evrópu sem nota Starlink Internet sambönd við starfsemi sína. Þar sjáum við mun betri sambönd vegna þéttleika gervihnatta og styttri tenginga við móðurstöðvar.  Í dag inniheldur gervihnattanet Starlink um 3.600 gervihnetti. Stefna þeirra er að netið innihaldi 12.000 gervihnetti innan tíðar og langtímaplön gera ráð fyrir 42.000. Þegar netið  þéttist enn meira þá mun þjónustan fyrir okkur sem eru staðsett á Íslandi líklegast batna til muna. 

Haukur Þórðarson, leiðtogi netlausna hjá Sensa 

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd,

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri.

BYKO semur við Sensa um sérfræðirekstur

BYKO hefur samið við Sensa um sérfræðirekstur og uppsetningu á nýjum netkerfum fyrirtækisins. Markmiðið er að tryggja stöðugleika, öryggi og framþróun þessara kerfa ásamt því

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.