Skip to content

Nýtt merki Sensa

Sensa hefur tekið upp nýtt merki sem tengir það við alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækið Crayon sem keypti Sensa fyrr á árinu.

Merkið sjálft er það sama og móðurfyrirtækið notar en það er byggt á óendanleika merkinu (e. infinity symbol). Það táknar líka tengingu eða samskipti og minnir á ský.

Sem hluti af Crayon samsteypunni getur Sensa boðið viðskiptavinum fleiri, hagkvæmari og margþættari stafrænar lausnir. Tækifærin innan Crayon eru fjölbreytt enda starfar fyrirtækið í 35 löndum og er með yfir 50 skrifstofur. 

Þrátt fyrir nýtt útlit þá mun Sensa áfram starfa á þeim grunni sem það hefur gert í nær 20 ár þar sem hagsmunir viðskiptavina eru í forgrunni. Framundan eru því spennandi tímar hjá Sensa og viðskiptavinum fyrirtækisins í stafrænni vegferð inn í framtíðina.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd,

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri.

BYKO semur við Sensa um sérfræðirekstur

BYKO hefur samið við Sensa um sérfræðirekstur og uppsetningu á nýjum netkerfum fyrirtækisins. Markmiðið er að tryggja stöðugleika, öryggi og framþróun þessara kerfa ásamt því

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.