Skip to content

Nýtt merki Sensa

Sensa hefur tekið upp nýtt merki sem tengir það við alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækið Crayon sem keypti Sensa fyrr á árinu.

Merkið sjálft er það sama og móðurfyrirtækið notar en það er byggt á óendanleika merkinu (e. infinity symbol). Það táknar líka tengingu eða samskipti og minnir á ský.

Sem hluti af Crayon samsteypunni getur Sensa boðið viðskiptavinum fleiri, hagkvæmari og margþættari stafrænar lausnir. Tækifærin innan Crayon eru fjölbreytt enda starfar fyrirtækið í 35 löndum og er með yfir 50 skrifstofur. 

Þrátt fyrir nýtt útlit þá mun Sensa áfram starfa á þeim grunni sem það hefur gert í nær 20 ár þar sem hagsmunir viðskiptavina eru í forgrunni. Framundan eru því spennandi tímar hjá Sensa og viðskiptavinum fyrirtækisins í stafrænni vegferð inn í framtíðina.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Cisco Webex

Webex Meetings er vef- og myndfundaþjónusta í skýjinu sem er aðgengilegt á Windows, Mac og Linux sem og í helstu vöfrum. Ein helsta áskorun vinnuveitenda

Við erum að flytja!

Þann 1. mars kveður Sensa Ármúla 31 og flytur í nýuppgert skrifstofuhúsnæði að Lynghálsi 4. Lynghálsinn er að góðu kunnur en þar hóf Sensa sína

Log4j – staðan 17. desember

Sensa hefur gert viðeigandi ráðstafanir í sínum innviðum sem og í umhverfi viðskiptavina sem eru í rekstri eftir að Log4j veikleikinn kom upp fyrir viku

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.