Sensa hefur virkjað viðbragðsáætlanir vegna eldgossins á Reykjanesi.
Verne gagnaver, sem hýsir vélasal Sensa er ekki í hættu vegna eldgossins.
Mesta hættan snýr að ljósleiðaratengingu við Suðurstrandaveg og fylgist Sensa vel með gangi mála. Sensa er tvítengt við gagnaverið en hin ljósleiðartengingin er meðfram Reykjanesbraut.
Fyrir um mánuði síðan gerði Sensa prófanir á yfirfærslu gagnasambanda sem gengu vel fyrir sig.
Sensa fylgist vel með gangi mála og mun senda frá sér tilkynningu ef ástæða þykir.