Skip to content

Kynningarfundur á nýju regluverki, NIS2 og DORA

Morgunverðarfundur í boði LOGOS og Sensa

LOGOS og Sensa bjóða til morgunverðarfundar þar sem tilgangurinn er að varpa ljósi á nýtt regluverk er varðar net- og upplýsingaöryggi.

Sérstök áhersla verður lögð á að fara með praktískum hætti yfir það hvaða skyldur regluverkið mun leggja á fyrirtæki og stofnanir og hvaða lausnir er hægt að nýta til að tryggja framfylgni.

Morgunverðarfundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 10. október næstkomandi og hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10:30 og er hægt að skrá sig HÉR

NIS2 (Network and Information Security Directive 2) er alhliða netöryggistilskipun sem hefur það að markmiði að bæta net- og upplýsingaöryggi rekstraraðila á mismunandi sviðum atvinnulífsins. Töluvert fleiri fyrirtæki og stofnanir munu falla undir NIS2 tilskipunina heldur en samkvæmt gildandi löggjöf um netöryggi. NIS2 tilskipunin leggur margvíslegar skyldur á aðila að innleiða fyrirbyggjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir eða takmarka tjón af atvikum, kröfur til eftirlits sem og kröfur er lúta að tilkynningarskyldu og viðbragða komi til atvika í rekstri.

DORA (Digital Operation Resilience Act) mun hafa áhrif á allan fjármálamarkaðinn. Reglugerðin gerir kröfur til áhættustýringa og lögð er áhersla á gott stjórnskipulag upplýsingaöryggis með aðkomu og eftirliti stjórnar. Gerðar eru ríkar kröfur til skjölunar verkferla, til skráninga, tilkynninga og viðbragða við frávikum sem verða í rekstrinum. Þá gerir reglugerðin ríkar kröfur til eftirlitsskyldra aðila sem nýta sér þjónustu þriðju aðila.

Ábyrgð æðstu stjórnenda þeirra fyrirtækja og stofnana sem heyra undir regluverkið er umtalsverð og geta stjórnendur verið gerðir persónulega ábyrgir í tilgreindum tilvikum.

Unnið er að upptöku NIS2 og DORA í íslenskan rétt. Jafnvel þó svo að regluverkið hafi enn ekki tekið gildi er þó ljóst að mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að hefja undirbúning.

Lagalega umhverfið: Hvaða skyldur munu hvíla á fyrirtækjum og stofnunum á grundvelli þessa regluverks?  Hvert er hlutverk stjórnenda og hver er ábyrgð þeirra? – Áslaug Björgvinsdóttir, Eigandi LOGOS

Hvað er átt við með stjórnskipulagi net- og upplýsingaöryggis? Hvað þýðir það fyrir fyrirtæki – Guðmundur Stefán Björnsson, öryggisstjóri Sensa

Hvaða lausnir eru í boði til að hjálpa fyrirtækjum að mæta áskoruninni sem fylgir því að innleiða löggjöfina – Steingrímur Óskarsson, tæknistjóri Sensa

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Eydís Eyland ráðin markaðsstjóri Sensa

Eydís Eyland hefur verið ráðin markaðsstjóri Sensa. Hún er með B.Sc. í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og M.Sc. í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Eydís starfaði áður

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.