Tækifæri til að læra um Apple-umsjónarkerfi

Við hjá Sensa höfum áralanga reynslu í Jamf umsjónarkerfinu og vinna okkar færustu Apple sérfræðingar við þjónustu við Jamf en Jamf er leiðandi aðili í Apple tæknilausnum.

Jamf mun heimsækja okkur í Reykjavík þann 12. og 13. maí 2025 næstkomandi og er þetta er einstakt tækifæri fyrir skóla, sveitarfélög og IT starfsmenn að kynnast og læra af sérfræðingum Jamf í notkun Jamf Pro og Jamf School sem eru tvö öflug umsjónarkerfa fyrir Apple tæki.

Viðburðirnir verða með tvennu sniði:

  • Morgunverðarfundur með Jamf School – 12. maí kl. 8:30–14:00
    Á þessum fundi munu Jamf sérfræðingar kynna nýjustu þróun í Apple-umsjón ásamt kynningu frá Apple fræðslusérfræðingi og munu þeir fara yfir hvernig Jamf lausnir bæta öryggi, framleiðni og námsumhverfi. Dýpri kynning á Jamf eftir hádegið sem hentar sérstaklega fyrir stærri skóla og sveitarfélög sem þurfa sérsniðna umsjón og öflugar öryggisstillingar. 

  • Kynningarfundur á Jamf Pro – 13. maí kl. 10:00–12:00
    Jamf Pro er mikið notað í fyrirtækjum, sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu þar sem þarf að hafa stjórn á miklum fjölda Apple tækja, en samt tryggja sveigjanleika fyrir notendur.

Við hvetjum alla sem starfa með Apple tæki í að nýta þetta einstaka tækifæri til að dýpka þekkingu sína og bæta nýtingu tækjanna í kennslu og stjórnun tækja. 

Skráning á fundina hér:

Sensa valið samstarfsaðili ársins 2024 hjá Fortinet

Sensa hefur verið valið samstarfsaðili ársins þriðja árið í röð hjá Fortinet. Við höfum sýnt hversu öflugt teymi við erum þegar það kemur að netöryggi.

Okkar fókus á sölu- og innleiðingu á samblöndu af IT og OT öryggi hefur hjálpað fjölmörgum af mikilvægustu fyrirtækjum landsins með flóknar þarfir að tryggja betur upplýsingakerfi sín.

Þess má einnig geta að Sensa átti Champion of the Year 2024, Bergstein Árnason. Bergsteinn var á liðnu ári leiðandi í öryggisráðgjöf og innleiðingu lausna fyrir OT kerfi. Frumkvæði, þjónustulund og metnaður voru einkunnarorð viðskiptavina um Bergstein.

Bergsteinn Árnason

Við erum stolt af okkar fólki og að hljóta þessa viðurkenningu hjá Fortinet þriðja árið í röð.

Svikapóstar í formi staðfestingar á CAPTCHA’s

Sensa vill vara við mikilli aukningu á svikapóstum þar sem verið er að blekkja fólk með sönnun um að vera ekki vélmenni „Verify you are Human„. Dæmi um svikapóst af þessu tagi er eins og eftirfarandi myndir sýna. 

Einnig er gjarnan beðið um að framkvæma aðgerðir á lyklaborðið. Þetta getur átt sér stað þegar verið er að vafra á netinu, sækja forrit eða myndefni til að horfa á. Sensa hvetur viðskiptavini til að fara varlega þegar kemur að svikapóstum af þessu tagi.

Takk fyrir komuna á Sensa daginn 2025

Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í Sensa deginum með okkur og gerðu hann að stórkostlegum viðburði. Skráningin gekk mjög vel og þurfti að loka fyrir hana vegna mikillar eftirspurnar.

Dagskráin var fjölbreytt og áhugaverð, með fyrirlestrum frá bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum sem fjölluðu um gögn í víðu samhengi. Þátttakendur fengu að njóta góðs af hagnýtri reynslu og þekkingu fyrirlesara á tveimur fyrirlestrarlínum: stjórnendalínu og tæknilínu. 

Takk aftur fyrir að taka þátt í deginum með okkur og sjáumst aftur að ári.

Sensa dagurinn 13. mars – Skráning hafin

Við viljum bjóða ykkur velkomin á Sensa daginn. Þema dagsins eru gögn og hvernig þau geta skapað ný tækifæri, hvernig þau eru varin, meðhöndluð og aukið samkeppnishæfni. Á ráðstefnunni munum við fá til okkar þekkta erlenda fyrirlesara sem munu deila með okkur innsýn í þróun og nýtingu gagna, öryggi og samvinnu.
 
Okkar helstu birgjar verða með bása á staðnum þar sem hægt er að kynna sér nýjustu lausnirnar á markaðnum.
 
Húsið opnar 12:00 og hefst dagskrá stundvíslega 12:30. 

Kynntu þér dagskrána hér að neðan.

Dagskrá

Nýir tímar með Wi-Fi 7: Morgunverðarfundur

Sensa býður til morgunverðarfundar fimmtudaginn 6. febrúar þar sem Erik Midthun, Technical Solutions Architect hjá Cisco, verður á staðnum og skoðar framtíðina með Wi-Fi 7. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 9:00 og er morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Dagskrá:
  • Fréttir frá Cisco Wireless
    – Stutt kynning á Wi-Fi 7
    – Nýjasta kynslóðin af Catalyst Wireless Wi-Fi 7 aðgangspunktum
    – Nýjasta kynslóðin af Catalyst Wireless Controllers
  • Cisco Spaces – The OS for Smart Spaces
    – Öflugasta netið fyrir tengingar sem getur líka verið netið fyrir snjallrými

Skráðu þig á fundinn með því að fylla út formið hér að neðan.
Morgunverðarfundur: Cisco Wifi 7

Fyrirhugaðar verðbreytingar á Microsoft áskriftum 

Á dögunum tilkynnti Microsoft fyrirhugaðar verðbreytingar á áskrifaleiðum á Microsoft 365. Boðuð er 5% hækkun á öllum Microsoft 365 áskriftum sem eru með 12 mánaða skuldbindingu en greiddar mánaðarlega. Athugið að breytingin á ekki við um 12 mánaðaáskriftir sem greiddar eru árlega.

Teams Phone hækkar um 25% sem stök vara.
Power BI Pro hækkar um 40% sem stök vara.
Power BI Premium hækkar um 20% sem stök vara.

Verðbreytingin tekur gildi frá og með 1. apríl 2025.

Hafir þú spurningar í ljósi verðbreytinganna, vinsamlegast hafið samband við þinn viðskiptastjóra ef einhverjar spurningar vakna og/eða til að kanna hvort önnur leyfi séu betur tilfallin.

Morgunverðarfundur: Öryggislausnir Cisco

Sensa býður til morgunverðarfundar þann 28. janúar næstkomandi þar sem sérfræðingar Cisco, John Aleksander Moen og Per Arne Sørkilflå, verða á staðnum og kynna það nýjasta í öryggislausnum. 

Fundurinn verður haldinn að Lynghálsi 4, 5. hæð. 

Dagskrá:

  • Secure Networking
  • Identity & Multicloud
  • E2E segmentation
  • Secure Services Edge
  • Centralized Remote Access (VPN as a Service)
  • Content filtering

Cisco hefur leitt tækniþróun í heiminum á sviði netbúnaðar og öryggislausna frá því að það var stofnað 1984. Sensa hefur verið stoltur Cisco Gold Integrator samstarfsaðili frá 2007 en viðurkenningin tryggir m.a. aðgengi að lausnum og sérfræðiþekkingu á heimsmælikvarða. 

Skráðu þig á fundinn með því að fylla út formið hér að neðan. 

Morgunverðarfundur með Cisco

Gleðilega hátíð

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sensa þakkar fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og hlökkum til samstarfsins á komandi ári.
 
Hátíðarkveðjur,
starfsfólk Sensa

Þjónustukönnun Sensa

Þjónustukönnun Sensa stendur nú yfir. Könnunin er send á viðskiptavini og samstarfsaðila og gefur könnunin okkur nauðsynlega innsýn í upplifun viðskiptavina af ýmsum þáttum þjónustunnar. Okkur þætti vænt um að fá þitt álit með þinni þátttöku. Könnunin er framkvæmd og send út af Prósent og er gert ráð fyrir að hún standi yfir í þrjár vikur. Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út og hljóta 20.000 króna gjafabréf hjá Dineout.

Það tekur um tvær til fjórar mínútur að svara könnuninni og er það okkur ákaflega mikilvægt að fá sem besta svörun.

Við þökkum viðskiptavinum kærlega fyrir þátttökuna og fyrir að hjálpa okkur að bæta þjónustuna.

Frá hugmynd að árangri: Lærdómur úr 300 AI verkefnum

Sensa og Henrik Slettene, hjá Crayon, bjóða til rafræns fræðslufundar þann 12. desember næstkomandi kl 9:00-10:00. Henrik starfar sem leiðtogi Nordic AI Centre of Excellence hjá Inmeta Consulting hjá Crayon og hefur verið í fremstu röð hvað varðar gervigreind. Gert er ráð fyrir umræðu í lok fundar. A.T.H. fundurinn fer fram á ensku og er haldinn á teams.
 

Á fundinum mun Henrik fara yfir nokkur af þeim 300 AI verkefnum sem hann hefur unnið að, hvað lærdóm teymið hefur dregið af verkefnunum ásamt því að gefa nokkur ráð um hvernig eigi að byrja og ná árangri með gervigreind. 

Gervigreindin býður upp á margar víddir umfram spjallmenni og úrvinnslu texta. Á fyrirlestrinum verða tekin dæmi um hagnýta gervigreind í orku-, framleiðslu- og opinbera geiranum. Áherslan verður lögð á að útskýra að gervigreindin snýst ekki eingöngu um tækni heldur að leysa áskoranir fyrirtækja og skapa virði. Henrik mun fara yfir nokkur raundæmi frá mismunandi fyrirtækjum í Noregi og á alþjóðavísu.

Henrik Slettene er leiðtogi Nordic AI Centre of Excellence í Inmeta Consulting, Crayon. Hann hefur yfir 20 ára reynslu af ráðgjöf og stjórnun hjá upplýsingatæknifyrirtækjum. Henrik hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi innan fjölda atvinnugreina, þar á meðal varnarmálum, orku, framleiðslu, olíu og gas, gögnum, greiningar og gervigreindar í viðskiptasamhengi.

Sensa styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

Sensa hefur um árabil haldið í hefðir. En nú kemur að því að hefðir breytast og í ár ætlum við að breyta einni hefð og hefja nýja. Við höfum tekið ákvörðun um að gefa jólagjafir í nafni viðskiptavina Sensa í góðgerðarmál. Börn og unglingar eru ofarlega í huga þegar kemur að styrktarmálum hjá Sensa og hlýtur Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 1.000.000 krónur í styrk. Við kunnum okkar viðskiptavinum miklar þakkir fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og óskum ykkur gleðilegra jóla.

Frá Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna:

SKB styður börn með krabbamein og fjölskyldur þeirra en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á ári. Þegar það gerist verður öll fjölskyldan fyrir áfalli og þarf á stuðningi að halda. 

SKB greiðir fyrir ýmiss konar stuðning, s.s. sálfræðimeðferðir, sjúkraþjálfun, almenna heilsurækt og endurhæfingu, en býður líka upp á félagsstarf og jafningjastuðning fyrir foreldra barna í krabbameinsmeðferð og margskonar félagsstarf og dægrastyttingu.

Við þökkum kærlega fyrir myndarlegan styrk sem mun nýtast til að styrkja börn í aðstæðum sem enginn vill vera í. 

Sensa er Framúrskarandi fyrirtæki

Framúrskarandi - Sensa

Sensa tók við Framúrskarandi vottuninni fimmtánda árið í röð. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er vottun um heilbrigða starfsemi í hraustum rekstri. Einnig sýnir vottunin fram á vönduð vinnubrögð Sensa og er það mikilvægur þáttur í að efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Við erum þakklát fyrir öflugt starfsfólk sem liggur að baki rekstri Sensa. 

Morgunverðarfundur með F5 hjá Sensa

Sensa í samstarfi við Arrow bjóða til morgunverðarfundar með F5 þriðjudaginn 29. október næstkomandi. Fundurinn verður haldinn að Lynghálsi 4, 5. hæð og er skráning hafin.

Fyrirlesarar koma frá F5 og eru það Jeppe Koefoed, SE Manager for the Nordics at F5 og Anton Gyllenhammar, Solutions Engineer Specialist – Distributed Cloud & Security at F5.

Dagskrá:

F5 er leiðandi fyrirtæki í álagsdreifingu, umferðarstjórn og öryggi. Þjónustuframboð F5 er meðal annars vefvarnir (Web Application Firewall/WAF), DdoS varnir, fjölskýjalausnir (MultiCloud solutions) og sjálfvirkni
(Automation & Orchestration).

Takk fyrir komuna á kynningarfund NIS2 og DORA

Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna á kynningarfund á nýju regluverki NIS2 og DORA.

Nýtt regluverk er varðar net- og upplýsingaöryggi er framundan í íslensku samfélagi. Innleiðing NIS2 og DORA þýðir fyrir fyrirtæki sem munu falla undir gildisvið laganna og fyrir fyrirtæki sem munu vilja geta þjónustað viðkomandi fyrirtæki. NIS2 og DORA eru reglugerðir sem gera miklar kröfur til stjórnenda viðkomandi fyrirtækja um stjórnkerfi í kringum verndun net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða. Efstu stjórnendalög þurfa að vera mjög meðvituð um umgjörð og rekstur stjórnkerfisins, þurfa að staðfesta stjórnskipulagið formlega, hafa yfirsýn yfir innleiðingu þess og rekstur og bregðast við ef skortur er á hlítingu. Unnið er að upptöku NIS2 og DORA í íslenskan rétt. Jafnvel þó svo að regluverkið hafi enn ekki tekið gildi er þó ljóst að mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að hefja undirbúning. 

Við hlökkum til að halda áfram samtalinu með ykkur og veita fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf við að fara í gegnum þessar reglugerðir á skilvirkan hátt. Hafðu samband við okkur fyrir nánari upplýsingar. 

Sensa valið Samstarfsaðili ársins hjá Fortinet

Sensa var valið Samstarfsaðili ársins hjá Fortinet fyrir árið 2023 en það er annað árið í röð sem Sensa fær þessa viðurkenningu. Árangur Sensa með Fortinet lausnum hefur verið eftirtektarverður á liðnum árum en á bak við viðurkenninguna stendur stór hópur sérfræðinga hjá Sensa í öryggis-, net- og þráðlausum lausnum Fortinet.

Sensa hefur fjárfest í þekkingu starfsmanna í Fortinet lausnum sem og að kynna nýjar Fortinet lausnir fyrir núverandi og nýjum viðskiptavinum. Sensa hefur öðlast mikla reynslu í hönnun, uppsetningu og rekstri á lausnum frá Fortinet fyrir bæði hefðbundin skrifstofuumhverfi sem og í framleiðslunetum fyrir bæði orku- og sjávarútvegsfyrirtæki.

Við erum einstaklega stolt af þessari viðurkenningu og þökkum kærlega fyrir okkur.

Eydís Eyland ráðin markaðsstjóri Sensa

Eydís Eyland hefur verið ráðin markaðsstjóri Sensa. Hún er með B.Sc. í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og M.Sc. í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Eydís starfaði áður sem markaðsstjóri OK og þar áður hjá Promennt og Verkefnalausnum en einnig kenndi Eydís  verkefnastjórnun hjá Promennt. Fram að því starfaði hún sem sérfræðingur á markaðssviði Valitor og þar áður hjá Viðskiptablaðinu. Sjá frétt

 

Kynningarfundur á nýju regluverki, NIS2 og DORA

Morgunverðarfundur í boði LOGOS og Sensa

LOGOS og Sensa bjóða til morgunverðarfundar þar sem tilgangurinn er að varpa ljósi á nýtt regluverk er varðar net- og upplýsingaöryggi.

Sérstök áhersla verður lögð á að fara með praktískum hætti yfir það hvaða skyldur regluverkið mun leggja á fyrirtæki og stofnanir og hvaða lausnir er hægt að nýta til að tryggja framfylgni.

Morgunverðarfundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 10. október næstkomandi og hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10:30 og er hægt að skrá sig HÉR

NIS2 (Network and Information Security Directive 2) er alhliða netöryggistilskipun sem hefur það að markmiði að bæta net- og upplýsingaöryggi rekstraraðila á mismunandi sviðum atvinnulífsins. Töluvert fleiri fyrirtæki og stofnanir munu falla undir NIS2 tilskipunina heldur en samkvæmt gildandi löggjöf um netöryggi. NIS2 tilskipunin leggur margvíslegar skyldur á aðila að innleiða fyrirbyggjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir eða takmarka tjón af atvikum, kröfur til eftirlits sem og kröfur er lúta að tilkynningarskyldu og viðbragða komi til atvika í rekstri.

DORA (Digital Operation Resilience Act) mun hafa áhrif á allan fjármálamarkaðinn. Reglugerðin gerir kröfur til áhættustýringa og lögð er áhersla á gott stjórnskipulag upplýsingaöryggis með aðkomu og eftirliti stjórnar. Gerðar eru ríkar kröfur til skjölunar verkferla, til skráninga, tilkynninga og viðbragða við frávikum sem verða í rekstrinum. Þá gerir reglugerðin ríkar kröfur til eftirlitsskyldra aðila sem nýta sér þjónustu þriðju aðila.

Ábyrgð æðstu stjórnenda þeirra fyrirtækja og stofnana sem heyra undir regluverkið er umtalsverð og geta stjórnendur verið gerðir persónulega ábyrgir í tilgreindum tilvikum.

Unnið er að upptöku NIS2 og DORA í íslenskan rétt. Jafnvel þó svo að regluverkið hafi enn ekki tekið gildi er þó ljóst að mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að hefja undirbúning.

Lagalega umhverfið: Hvaða skyldur munu hvíla á fyrirtækjum og stofnunum á grundvelli þessa regluverks?  Hvert er hlutverk stjórnenda og hver er ábyrgð þeirra? – Áslaug Björgvinsdóttir, Eigandi LOGOS

Hvað er átt við með stjórnskipulagi net- og upplýsingaöryggis? Hvað þýðir það fyrir fyrirtæki – Guðmundur Stefán Björnsson, öryggisstjóri Sensa

Hvaða lausnir eru í boði til að hjálpa fyrirtækjum að mæta áskoruninni sem fylgir því að innleiða löggjöfina – Steingrímur Óskarsson, tæknistjóri Sensa

Sensa ásamt Arctic Wolf bjóða til morgunverðarfundar

Er þitt fyrirtækið varið gegn aukinni sókn netglæpamanna?

Sensa, ásamt netöryggisfyrirtækinu Arctic Wolf bjóða til morgunverðarfundar þriðjudaginn 3. september næstkomandi hjá Sensa að Lynghálsi 4, 5. hæð.

Viðfangsefni fundarins:

Húsið opnar kl. 8:30 með morgunmat og hefst dagskrá stundvíslega kl. 9:00 og stendur til kl. 11:00. 

Dr. Sebastian Schmerl, 
VP Security Services  EMEA

Dr. Sebastian hefur yfir 18 ára reynslu í netvörnum og þróun á öryggisvöktun upplýsingatæknikerfa (SOC). Hann hefur unnið með alþjóðafyrirtækjum eins og Daimler, Volkswagen, Bosch, Datev, Bayer og Computacenter. Hann er Certified Information Security Manager (CISM) og Certified Information Security Auditor (CISA) og meðlimur í EU/ENISA – Working Group on Security Operation Centres (SOCs) for Alignment of Cyber-Protection for the EU region. 

Arctic Wolf er leiðandi fyrirtæki í netöryggismálum og býður upp á vernd sem er sérsniðin að þörfum fyrirtækja og stofnana. Fyrirtækið rekur öfluga miðlæga öryggisvöktun (SOC) sem er mönnuð allan sólarhringinn. 

Arctic Wolf greinir öryggisógnir hratt og bregst við í rauntíma. Með því að nýta sér gagnagreiningu, vélnám (e. machine learning) og flókna ferla við vinnslu atburða veitir Arctic Wolf yfirsýn sem þarf til að sjá heildarmyndina við öryggisógnir í rauntíma. 

Sensa búið að innleiða fimm ISO vottanir

Sensa hefur verið með ISO 27001 vottun um upplýsingaöryggi síðan 2015. Síðastliðið haust kláraði Sensa innleiðingu á fjórum nýjum ISO vottunum sem tengjast persónuvernd, umhverfisvernd, gæðastjórnun og spillingu. Reglulega er virkni kerfanna sannprófuð með úttektum af óháðum faggiltum aðilum.

Mikil vinna hefur verið lögð í að gera Sensa að öflugum vinnustað með áherslu á samvinnu ásamt því að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Þessar vottanir stuðla að markvissari vinnuferlum og tryggja stöðugar umbætur sem leiða af sér skilvirkari og betri þjónustu. Vottunin veitir Sensa gott og mikilvægt aðhald og leggur góðan grunn að umbótum og jákvæðri þróun í auknu öryggi og gæðum.

„Kröfurnar aukast sífellt um aukið öryggi og gegnsæi. Fyrirtæki og stofnanir verða að geta treyst því að samstarfsaðilar vinni eftir stöðluðu verklagi sem byggir á alþjóðlegum vottuðum stöðlum,“ segir Guðmundur Stefán Björnsson öryggisstjóri Sensa.

Guðmundur Stefán Björnsson,
öryggisstjóri hjá Sensa

IMG_8345

 

Með þessum viðbótum við ISO 27001 vill Sensa treysta enn frekar stoðir félagsins gagnvart skuldbindingum til handa viðskiptavinum Sensa og samfélagsins.

Sensa er nú með eftirtalda ISO staðla:

ISO/IEC 27001: 2017 – Stjórnunarkerfi fyrir upplýsingaöryggi

Sensa hefur verið með stjórnkerfi upplýsingaöryggis síðan 2015. Staðallinn tilgreinir kröfur um að innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi. Staðallinn felur einnig í sér kröfur um áhættumat og úrbætur vegna upplýsingaöryggis, sem sniðið er að þörfum Sensa.

ISO 9001:2015 – Gæðastjórnunarkerfi

Sensa hefur innleitt gæðastjórnunarkerfi sem tekur á öllum þáttum starfseminnar. Staðallinn tilgreinir kröfur til gæðastjórnunarkerfis þegar skipulagsheild þarf að sýna fram á getu sína til að bjóða að staðaldri vörur og þjónustu sem mæta kröfum viðskiptavina og viðeigandi laga og stjórnvaldsreglna.

ISO 14001 – Umhverfisstjórnunarkerfi

Sensa hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi sem tekur á öllum þáttum umhverfismála. Staðallinn tilgreinir kröfur sem gerðar eru til umhverfisstjórnunarkerfis sem skipulagsheild getur notað til að bæta umhverfisframmistöðu sína.

ISO/IEC 27701:2019 – Stjórnunarkerfi um persónuvernd

Sensa hefur innleitt stjórnkerfi sem tekur á öllum þáttum persónuverndar. Staðallinn tilgreinir kröfur og veitir leiðsögn við að koma á, innleiða, viðhalda stöðugum umbótum stjórnunarkerfis um persónuvernd.

ISO 37001:2016 – Gegn mútum og spillingu

Sensa hefur innleitt stjórnkerfi sem tekur á þáttum gegn mútum og spillingu. Staðallinn tilgreinir kröfur og veitir leiðsögn við að koma á, innleiða og viðhalda stöðlum gegn mútum og spillingu.

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri. Copilot er byltingarkennt gervigreindartól sem sameinar krafta máltækni og gervigreindar. 

Copilot, sem áður var eingöngu í boði fyrir Enterprise viðskiptavini með lágmarkskaup upp á 300 leyfi, er nú í boði fyrir öll fyrirtæki án takmarkana.

Nýjasta „Work-Trend Index“ frá Microsoft, sem birt var á Microsoft Ignite í síðasta mánuði, dregur fram fyrstu áhrif Copilot. Sýnt er fram á raunverulega framleiðni aukningu sem og tímasparnað notenda, til dæmis: 70% Copilot notenda sögðust vera afkastameiri og 68% sögðu það hefði bætt gæði vinnu. Hægt er að lesa nánar um niðurstöðurnar hér.

Ráðgjafar Sensa hafa áralanga reynslu af vinnu við skipulagningu upplýsinga í skýinu. Með tilkomu gervigreindar myndast nýjar áskoranir sem mikilvægt er að undirbúa sig fyrir. Endilega hafðu samband við sérfræðinga okkar ef þú vilt fá að vita meira um Copilot.

BYKO semur við Sensa um sérfræðirekstur

BYKO hefur samið við Sensa um sérfræðirekstur og uppsetningu á nýjum netkerfum fyrirtækisins. Markmiðið er að tryggja stöðugleika, öryggi og framþróun þessara kerfa ásamt því að gera rekstrarkostnað fyrirsjáanlegri. Hjá BYKO starfa um 600 manns og fagnaði fyrirtækið 60 ára afmæli í fyrra. Nýjar Breeam vottaðar höfuðstöðvar verða teknar í notkun á Breiddarsvæðinu á komandi mánuðum og einnig mun ný verslun rísa í Reykjanesbæ árið 2025.

Lausnin sem BYKO valdi og var hönnuð í samráði við Sensa fyrir sinn rekstur byggir á samtengingu Fortinet netbúnaðar við öflugar öryggis- og gervigreindarþjónustur Fortinet. Þetta skilar aukinni sjálfvirknivæðingu, eykur öryggi og dregur úr rekstrarkostnaði.

„Áður en við hófum þessa vegferð með Sensa þá hafði BYKO litla sem enga yfirsýn yfir umferð á okkar netkerfum, bilanir voru tíðar og flækjustigið í okkar rekstri var mjög mikið. Eftir ítarlega þarfagreiningu og hönnun með sérfræðingum Sensa ákváðum við vegferð sem byggir á lausnum Fortinet. Við höfum fengið góða yfirsýn yfir netumferð og getum auðveldlega stýrt aðgengi að innviðum BYKO. Kostnaður vegna reksturs okkar kerfa hefur lækkað verulega og er hann orðinn fyrirsjáanlegri. Mikilvægast er að uppi- og svartími okkar kerfa er orðinn eins og best verður á kosið,“ segir Snorri Páll Jónsson, upplýsingatæknistjóri hjá BYKO. 

Sensa sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni en þar starfar reynslumikill hópur með hátt þekkingarstig. Sensa leggur mikinn metnað í að bjóða virðisaukandi lausnir sem auka samkeppnishæfni viðskiptavina og árangur í daglegum rekstri.  Sensa hefur eitt fyrirtækja á Íslandi Expert Partner samstarfssamning við Fortinet, en nýlega fékk Sensa viðurkenningu sem Partner of the Year.

„Við erum mjög ánægð með það traust sem BYKO hefur sýnt okkur. Sensa hefur áralanga reynslu af rekstri og þjónustu á upplýsingatæknilausnum fyrir fyrirtæki og við trúum því að okkar þekking á þessu sviði muni styrkja BYKO enn frekar, og sjáum fram á blómlegt áframhaldandi samstarf með BYKO og Fortinet“ segir Sigurður M. Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Sensa.

Fortinet hefur í yfir 20 ár sameinað áður aðskilda heima netkerfa og öryggislausna. Með því hefur Fortinet skapað öruggara umhverfi fyrir notendur og fyrirtæki. Fortinet er meðal mest innleiddu netöryggislausna í heiminum, enda fáir framleiðendur sem státa af fleiri einkaleyfum og fleiri vottunum,“ segir Sævar Böðvarsson, framkvæmdastjóri Fortinet á Íslandi.

 

 

Myndatexti: Óskar Sæmundsson, sölusérfræðingur hjá Sensa, Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá BYKO, Sævar Böðvarsson, framkvæmdastjóri Fortinet á Íslandi, Snorri Páll Jónsson, upplýsingatæknistjóri hjá BYKO, Sigurður Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Sensa og Pálína Björnsdóttir, viðskiptastjóri hjá Sensa. 

Sensa á Nordic Infrastructure Conference

Sensa mun taka þátt í Nordic Infrastructure Conference (NIC) sem haldin verður í Osló 8. – 9. nóvember nk. Um er að ræða virkilega fjölbreytta og áhugaverða dagskrá. Sjá nánar hér. 

Hvetjum alla sem eiga leið á NIC ráðstefnuna að líta við í Sensa básinn. 

Þjónustukönnun

Viðskiptavinir Sensa fá á næstu dögum senda stutta þjónustukönnun á tölvupósti frá rannsóknarfyrirtækinu Prósent. 

Könnunin er send á viðskiptavini sem og samstarfsaðila og er mikilvægur liður í að heyra viðhorf viðskiptavina til þess að Sensa geti bætt þjónustu sína enn frekar. Könnunin er framkvæmd af Prósent og er gert ráð fyrir að hún standi yfir í þrjár vikur. 

Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna og fyrir að hjálpa okkur að bæta þjónustuna. 

Spurningum varðandi könnunina má beina til Gunnars Ólafssonar, leiðtoga viðskiptastýringar, gunnar.olafsson@sensa.is

Embætti landlæknis semur við Sensa um hýsingu og rekstur

Embætti landlæknis hefur samið við Sensa um hýsingu og rekstrarþjónustu fyrir miðlægan rekstur upplýsingakerfa og umhverfi. Markmiðið er að tryggja öryggi og framþróun þessara kerfa.

Um 70 manns starfa hjá Embætti landlæknis en það starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu og er ætlað að stuðla að heilbrigði landsmanna. Embættið safnar og vinnur mikið með upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu þannig að öryggi gagna er eitt af forgangsmálum embættisins.

Sensa er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig á alþjóðlegan mælikvarða. Sensa leggur mikinn metnað í að bjóða virðisaukandi lausnir með áherslu á öryggi gagna og rekstrarumhverfis. Til að ná því er lögð rík áhersla á traust samband við viðskiptavini og samstarfsaðila. 

Mynd: Hólmfríður Pálsdóttir, teymisstjóri rafrænna upplýsingakerfa hjá Embætti landlæknis, og Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa.

 

Samstarf Cisco og Microsoft

Microsoft og Cisco tilkynntu í vikunni um aukið samstarf í kringum fjarfundalausnir. Samstarfið mun leiða til þess að  fjarfundarbúnaður frá Cisco verði vottaður (certified) fyrir Microsoft Teams á næsta ári. Þetta verður spennandi kostur fyrir þau fyrirtæki sem vilja hámarka upplifun notenda í blönduðu (hybrid) umhverfi með því að sameina fyrsta flokks vélbúnað frá Cisco og hugbúnað frá Microsoft.

 

„Interoperability has always been at the forefront of our hybrid work strategy, understanding that customers want collaboration to happen on their terms — regardless of device or meeting platform,” sagði Jeetu Patel, EVP og GM, Security & Collaboration hjá Cisco.

 

By welcoming Cisco as our newest partner building devices Certified for Microsoft Teams, we are excited to bring leading collaboration hardware and software to market together for our joint customers,” sagði Jeff Teper, president, collaborative apps og platforms hjá Microsoft.

 

Með þessari viðbót eru Cisco og Microsoft að svara eftirspurn markaðarins varðandi samnýtingu lausna. Notendur mega vænta þess að byrja að sjá áhrif samstarfsins í byrjun árs 2023.

 

Fréttatilkynningu má lesa hér.

Cisco Webex

Webex Meetings er vef- og myndfundaþjónusta í skýjinu sem er aðgengilegt á Windows, Mac og Linux sem og í helstu vöfrum.

Ein helsta áskorun vinnuveitenda í dag er að tryggja samheldni starfsfólks þrátt fyrir fjölbreyttari vinnustað. Framtíðarsýn Cisco er blanda af viðveru heimavið sem og á vinnustaðnum (e. Hybrid workplace). 

Þessa blöndu þarf að aðlaga að vinnuteymum, búa til upplifun sem nær til allra og hámarka afköst. Lausnaframboð Webex snýr einmitt að því að hámarka upplifun notenda þegar það kemur að fjarfundum, símtölum, skilaboðum, uppákomum og skoðanakönnunum meðal annars.

Öruggar tengingar

Webex leggur lykiláherslu á að dulkóða öll gögn sem snerta á Webex, þá allt frá texta, myndformi og tengingum við önnur forrit en einnig er hægt að tryggja gögnin enn betur með end-to-end dulkóðun (E2EE).

Með Webex fæst einnig hlutverkamiðaður aðgangur fyrir hvern og einn notanda, sem gefur fundargestum takmarkaðari aðgang, t.d. að kynnningarréttindum,
gögnum og forritum. Á sama tíma fá kynnar og admin notendur réttindi til að
gefa eða afturkalla réttindi fundargesta.

Þar að auki býður Webex uppá möguleikann að virkja tvíþáttaauðkenningu, t.d. í gegnum Microsoft MFA, og að sjálfsögðu lykilorðaskyldu til að tengjast fundum.

Rauntímaþýðing og skriflegt afrit af fundum

Í grunnpakkanum er boðið uppá rauntímaþýðingu úr ensku, frönsku, þýsku og spænsku en með auknum leyfisheimildum er hægt að fjölga þessum grunntungumálum. 

Stjórnborð

Webex býður uppá einfalt og notendavænt stjórnborð með mælikvörðum, greiningu og leiðbeiningum. Admin notendur fá þar góða yfirsýn á notendur, vinnusvæði og tæki ásamt greinagóðum skýrslum sem hægt er að fjölga með auknum leyfisheimildum.

Tenging við O365

Webex og Microsoft hafa unnið saman við að tengja Webex meetings og Office forrit á borð við Word, Excel og PowerPoint á öflugan og þægilegan máta. Með þessari tengingu geta notendur unnið saman í skjölum beint í gegnum Webex sem og að gera notendum kleift að senda í umræðuþræði Webex beint úr Office öppum.

Nú er einnig komin bein tenging við Outlook, þar sem auðvelt er að stofna fundarboð sem er aðgengilegt bæði inní Outlook Calendar sem og Webex. Webex styður þar að auki einfaldar skipanir í innbyggðum dagatölum eins og iOS calendar og Windows calendar.

Webex býður einnig uppá tengingu við 30+ forrit svo sem Whiteboard, polls og Q&A: https://apphub.webex.com/meetings

Einfaldleikinn í fyrirrúmi

Webex leggur mikla áherslu á að einfalda allar skipanir og að hámarka upplifun notenda og er því mjög auðvelt að taka upp fundi, tengjast fundum, búa til fundi, flytja símtöl yfir í fundi og margt fleira.

Aðrar skemmtilegar viðbætur í Webex eru t.d. gagnvart svokölluðum „Breakout Room (þegar fundi er skipt upp í minni hópa) en nú geta notendur valið sjálfir í hvaða hóp þeir vilja ganga í. Þá hefur tækninni fleygt fram í hávaðaeyðingu (e. Noise Removal) og skynjun handahreyfinga í mynd t.d. klapp, upprétt hönd og að „líka“ við (e. Like).

Ef þín áhersla er á frábær myndgæði, öfluga samvinnu og fjölbreyttar tengingar við forrit þá gæti Webex Meetings verið fyrir þig.  

Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig McLaren Formúlu 1 liðið notar Webex á fjölbreyttan hátt þrátt fyrir mismunandi staðsetningu starfsfólks. 

Viltu prófa Webex? 

Viltu vita meira? 

Hafðu samband við Sensa – sala@sensa.is – s. 425 1700

Við erum að flytja!

Þann 1. mars kveður Sensa Ármúla 31 og flytur í nýuppgert skrifstofuhúsnæði að Lynghálsi 4. Lynghálsinn er að góðu kunnur en þar hóf Sensa sína starfsemi fyrir 20 árum síðan. 

Glæsileg móttaka er á jarðhæð hússins sem er opin frá 8 – 16 alla virka daga.  Eins og áður er Tækniborð Sensa opið frá kl. 8 – 17 alla virka daga.

Lagermóttaka er staðsett hægramegin við móttökuna á jarðhæð.

Log4j – staðan 17. desember

Sensa hefur gert viðeigandi ráðstafanir í sínum innviðum sem og í umhverfi viðskiptavina sem eru í rekstri eftir að Log4j veikleikinn kom upp fyrir viku síðan.  

Sensa hefur sett upp eftirlit með ákveðinni nethegðun sem getur gefið til kynna hvort verið sé að leita eftir veikleikanum. Við munum halda áfram að skanna umhverfi viðskiptavina og aðstoða með verkefni vegna veikleikans. 

Hér má finna nánari upplýsingar um veikleikann, ráðleggingar birgja ásamt frekari upplýsingum um stöðu mála ef tilefni er til

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband í síma 425 1700 eða sendið tölvupóst á hjalp@sensa.is. 

Log4j2 veikleikinn

Sérfræðingar Sensa hafa unnið hörðum höndum að því að tryggja öryggi Sensa og viðskiptavina frá því að Logj4 öryggisveikleikinn kom í ljós. 

Innviðir Sensa hafa verið skannaðir og viðeigandi ráðstafanir gerðar. 

Við hvetjum viðskiptavini til að huga vel að öðrum kerfum, m.t.t. þessa veikleika, sem eru í eigin umsjá eða hjá öðrum þjónustuaðilum. Hér er þá átt við umhverfi sem eru ekki í rekstrarþjónustu hjá Sensa. Til dæmis kerfi eða hugbúnaður sem mögulega hefur samskipti út á internetið og keyrir Java hugbúnað. Leita skal upplýsinga til viðkomandi þjónustuaðila eða framleiðanda. 

Athugið að mikilvægt er að láta CERT-IS vita ef vart verður við innbrot í kerfi. 

Haldið verður áfram að næstu daga að skanna umhverfi viðskiptavina, fylgjast með tilkynningum frá birgjum, eftirlitsstofnunum og fréttum um veikleikann.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 425 1700, sendið tölvupóst á hjalp@sensa.is eða beint á þinn tengilið innan Sensa.

Sensa framúrskarandi 12. árið í röð!

Sensa er á lista fyrirtækja hjá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki 2021. Sensa hefur verið á listanum frá 2010 eða frá því að Creditinfo fór að veita fyrirtækjum viðurkenningu fyrir góðan rekstrarárangur. 

Það var Sveinn Anton Jensson, tæknimaður í rekstrarþjónustu, sem tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Sensa.

AvePoint og IKEA

IKEA á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum valdi AvePoint til að sjá um að vernda gögnin  í Microsoft 365 umhverfinu. 

AvePoint Cloud Backup, sem er 100% SaaS lausn, veitir sjálfvirka alhliða afritunar- og endurheimtarþjónustu fyrir Microsoft 365, Salesforce og Dynamics 365. Um er að ræða innbyggða geymslu og dulkóðun sem og sveigjanlegar verðáætlanir byggðar á fjölda notenda eða gagnamagni.

Virkilega góður áfangi í vegferð IKEA á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum með Sensa í skýið. 

Hér er hlekkur í reynslusögu IKEA á AvePoint lausninni.

 

Nýtt merki Sensa

Sensa hefur tekið upp nýtt merki sem tengir það við alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækið Crayon sem keypti Sensa fyrr á árinu.

Merkið sjálft er það sama og móðurfyrirtækið notar en það er byggt á óendanleika merkinu (e. infinity symbol). Það táknar líka tengingu eða samskipti og minnir á ský.

Sem hluti af Crayon samsteypunni getur Sensa boðið viðskiptavinum fleiri, hagkvæmari og margþættari stafrænar lausnir. Tækifærin innan Crayon eru fjölbreytt enda starfar fyrirtækið í 35 löndum og er með yfir 50 skrifstofur. 

Þrátt fyrir nýtt útlit þá mun Sensa áfram starfa á þeim grunni sem það hefur gert í nær 20 ár þar sem hagsmunir viðskiptavina eru í forgrunni. Framundan eru því spennandi tímar hjá Sensa og viðskiptavinum fyrirtækisins í stafrænni vegferð inn í framtíðina.

Falspóstar í nafni Sensa

Sensa hefur verið gert viðvart við falska pósta í okkar nafni þar sem „vefstjóri“ biður um nánari upplýsingar þar sem eitthvað óvenjulegt hafi verið uppgötvað. Móttakandi er beðinn um að skrá sig inn með því að smella á hlekk sem fylgir póstinum. 

Sensa vill árétta að þessar sendingar eru ekki frá okkur komnar. Við biðjum því viðskiptavini að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstinum þar sem þeir kunna að innihalda óværu. 

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 425 1700 eða hjalp@sensa.is. 

Cisco gull vottun í 14. skiptið

Í vikunni fékk Sensa staðfest sína 14. gull vottun í röð frá Cisco. Cisco gull vottun gefur til kynna þekkingarstig fyrirtækisins. Sensa er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur náð gull vottun frá Cisco.

Vottunin staðfestir þekkingu og hæfni Sensa í netkerfum, samskiptalausnum, öryggi og þjónustu, ásamt því að ferlar og vinnubrögð uppfylla strangar kröfur Cisco. Fyrir viðskiptavini Sensa tryggir þetta að kjör á búnaði verða þau bestu sem völ er á sem og aðgengi að tæknilegri þekkingu.

Strangar kröfur eru gerðar varðandi ferla og gæðastýringu Gold partner Certified fyrirtækja en Cisco tekur árlega út þau fyrirtæki sem ná þessum áfanga.

Hátt þekkingarstig

Cisco Gold Partner Certification gerir kröfu á Sensa að hafa hátt þekkingarstig en níu tæknimenn Sensa hafa náð hinni torfengnu CCIE (Cisco Certified Internetworking Expert) gráðu – en þessi gráða er ein sú eftirsóttasta í upplýsingatækniheiminum.

Sensa státar einnig að nokkrum undir vottunum sem staðfesta sérþekkingu í hinum ýmsu umhverfum.
Meðal annars má nefna;

  • ADVANCED SECURITY ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED COLLABORATION ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED DATA CENTER ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED ENTERPRISE NETWORKS ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • CISCO OPEN STACK PRIVATE CLOUD

Á myndinni má sjá Cisco CCIE sérfræðinga Sensa. 

Eldgos á Reykjanesi

Sensa hefur virkjað viðbragðsáætlanir vegna eldgossins á Reykjanesi.

Verne gagnaver, sem hýsir vélasal Sensa er ekki í hættu vegna eldgossins.

Mesta hættan snýr að ljósleiðaratengingu við Suðurstrandaveg og fylgist Sensa vel með gangi mála. Sensa er tvítengt við gagnaverið en hin ljósleiðartengingin er meðfram Reykjanesbraut.

Fyrir um mánuði síðan gerði Sensa prófanir á yfirfærslu gagnasambanda sem gengu vel fyrir sig. 

Sensa fylgist vel með gangi mála og mun senda frá sér tilkynningu ef ástæða þykir.

Vegna jarðhræringa á Reykjanesi

Verne Reykjanesbæ

Í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga hefur Sensa, frá því að þeirra varð vart, farið yfir neyðar- og viðbragðsáætlanir og vill koma eftirfarandi á framfæri:

Verne gagnaver, sem hýsir vélasal Sensa, er tvítengt með rafmagni frá sitthvorri leiðinni auk varaaflsgjafa sem taka við ef rafmagn þrýtur.

Tvær ljósleiðaratengingar eru frá Sensa við gagnaverið og liggja nokkuð fjarri hvor annarri. Önnur samhliða Reykjanesbraut og hin samhliða Suðurstrandavegi og eru frá sitthvorri gagnaveitunni. Ljósleiðarar eru vel varðir gagnvart jarðskjálftum, líklegra er talið að hraunstreymi gæti valdið ljósleiðararofi. Prófanir á yfirfærslu gagnasambanda voru gerðar fyrir um mánuði síðan sem gengu vel. 


Skerpt hefur verið á viðbragðsáætlunum varðandi flutning gagna og vélarafls frá Verne gagnaveri ef svo ber undir.
 

 

Sensa fylgist vel með gangi mála. Fréttir af mögulegu eldgosi benda til þess að ekki verði um hamfaragos að ræða og nokkuð rými skapist til að vega og meta aðstæður hverju sinni. 

Frítt net í Reykjavík

Nú er hægt að tengjast internetinu án endurgjalds á fjórum stöðum í Reykjavík. Sensa sá um uppsetninguna fyrir Reykjavíkurborg sem fékk styrk frá WiFi4EU sem er verkefni á vegum Evrópusambandsins.
 
Þessir staðir eru meðal annars við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, við Ráðhús Reykjavíkur, við Kjarvalsstaði á Klambratúni og við Laugardalslaug. 

Einungis þarf að opna staðarnetið WiFi4EU í snjalltækinu og með einum smelli eru notendur komnir með gjaldfrjálsan aðgang að internetinu.

WiFi4EU – Free Wifi for Europeans er verkefni á vegum Evrópusambandsins sem styrkir uppsetningu á opnum þráðlausum netum fyrir almenning á vegum sveitarfélaga innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) með 15 þúsunda evra framlagi. WiFi4EU uppfyllir alla nýjustu staðla og er öflugt, öruggt og afkastamikið netkerfi.

Með uppsetningu á 10 sendum við valin almenningssvæði bætist Reykjavík í hóp rúmlega 20 sveitarfélaga á Íslandi og tæplega 30 þúsund borga og bæja um gjörvalla Evrópu sem bjóða opið internet.

Sérfræðingar Sensa sáu um uppsetningu og munu sjá um rekstur þráðlausa netsins fyrir Reykjavíkurborg. Sensa er vottaður samstarfsaðili Cisco Meraki en netlausnin samanstendur af Meraki skipti (e. Switch) með svokölluð „multigigabit“ tengimöguleika sem m.a. gerir Wi-Fi 6 notkun mögulega í framtíðinni. Miðlægur Meraki eldveggur sér um að hámarka öryggi og verja alla notendur sem nýta sér frítt internet á þessum stöðum. Cisco hefur með Meraki netlausnum verið leiðandi búnaður þegar kemur að því að byggja upp örugg opin netkerfi hjá fyrirtækjum og stofnunum sökum áreiðanleika og öryggis.

„Reykjavík er þegar fremst á meðal jafningja þegar kemur að því að tengjast umheiminum og háhraða ljósleiðari hefur þegar verið tengdur inn á allflest heimili, fyrirtæki og stofnanir í borginni“ segir Óskar Sandholt sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta er því fyrst og fremst skemmtileg viðbót sem Evrópusambandið býður okkur upp á með WiFi4EU og gefur gestum og íbúum tækifæri til að hafa enn frekari samskipti sín á milli og deila sögum og myndum úr borginni með öðrum“.  

Reykjavíkurborg býður frítt internet á völdum stöðum | Reykjavíkurborg (reykjavik.is)

 

Nauðsynlegt að uppfæra Solarwinds

Í tengslum við tölvuinnbrot hjá Fireeye kom í ljós að Solarwinds eftirlitsbúnaðurinn var notaður til að dreifa óværu. Útgáfurnar sem um ræðir eru 2019.4 HF 5 til 2020.2.1 og voru gefnar út frá mars til júní 2020. Hvatt er til þess að uppfæra strax í útgáfu 2020.2.1 HF1. Fleiri uppfærslur fylgja í kjölfarið á morgun eða næstu daga.

Nánar um tilkynninguna frá Fireeye.

Ráðleggingar: Security Advisory | SolarWinds

Nánari tilkynningar munu berast inn á þennan þráð eftir því sem við á.

Crayon Group nýr eigandi Sensa

Í vikunni var tilkynnt að Crayon Group AS hafi keypt öll hlutabréf í Sensa af Símanum. 

Sensa hefur verið í eigu Símans í rúmlega þrettán ár og á þeim tíma hefur Sensa vaxið og eflst. Nú þykir rétti tíminn til að Sensa taki næsta skref innan nýrrar alþjóðlegrar samsteypu. Síminn verður áfram í hópi lykilviðskiptavina Sensa þrátt fyrir breytt eignarhald.

Innan Crayon verður Sensa áfram sjálfstætt fyrirtæki og starfar á þeim grunni sem það hefur gert í tæplega tuttugu ár, að setja hagsmuni viðskiptavina sinna í forgrunn og laða til sín framúrskarandi starfsfólk sem hefur ástríðu fyrir því að gera betur og nýta tæknina til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína.

Sem hluti af Crayon samsteypunni getum við boðið viðskiptavinum okkar fleiri, hagkvæmari og margþættari stafrænar lausnir. Snertiflötur okkar starfsmanna innan framsækinnar samsteypu, mun án efa gefa okkur tækifæri til að starfa í alþjóðlegu umhverfi við þróun og úrlausnir á sviði upplýsingatækni og vaxa þannig enn frekar og styrkjast sem fagfólk.

Crayon er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Ósló í Noregi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 1.700 starfsmenn og er fyrirtækið með 55 starfsstöðvar í 35 löndum. Crayon er nú þegar leiðandi á heimsvísu í upplýsingatækni og stafrænum lausnum.

Framundan eru því spennandi tímar hjá Sensa og viðskiptavinum fyrirtækisins í stafrænni vegferð inn í framtíðina.

Áætlað uppgjör viðskiptanna mun eiga sér stað í lok febrúar 2021 að uppfylltum skilyrðum m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Sýndarferðalag Sensa

Starfsfólk Sensa lagði upp í sýndarferðalag til Fucking í Austurríki þann 1. nóvember sl. með viðkomu í Hell í Noregi. 18 dögum seinna voru hreyfióðir Sensalingar komnir til Fucking og höfðu gengið, hlaupið og hjólað 5.003 kílómetra. Þarna voru allir komnir í gírinn og stefnan því sett á að halda áfram alla leið til Betlehem í Palestínu. 

Virkilega gaman hefur verið að fylgjast með hvað vinnufélagar eru að gera sér til hreyfingar og fylgjast með kílómetrastöðunni. Alls hafa 100 af 117 starfsmönnum Sensa skráð sína hreyfingu í appið sem nálgast má í Teams eða í símaappi. 

 

Hægt er að fylgjast nákvæmlega með hversu margir kílómetrar liggja að baki, hvað mikið er eftir, hvert hópurinn er kominn og hvað hver og einn er að gera sér til hreyfingar. 

Það tók 5 manna hóp af sérfræðingum Sensa innan við dag að búa til þetta app sem sýnir raunstöðu hverju sinni. Appið er samansett af lausnum á borð við PowerApp, SharePoint List, Azure SQL, Logic App Resource,  AppService og PowerBi. 

Það sem byrjaði sem lausn fyrir einfalt verkefni til að halda utan um ferðalagið, opnaði á að geta boðið viðskipavinum okkar upp á sömu útfærslu. Hvort sem það er fyrir sýndarferðalag til að hvetja starfsmenn að hreyfa sig, eða einfaldlega fyrir verkefnastýringu. Með appinu væri þá hægt að sýna sjónrænt raunstöðu verkefnis og hvetja þannig starfsmenn áfram. 

Sýndarferðalag Sensa heldur að minnsta kosti áfram um sinn. Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að fara í ferðalag líka þá endilega hafa samband og við hjálpum til við að gera upplifunina áhugaverðari. 

Gaman verður að sjá hvenær Sensastarfsfólk nær til næsta áfangastaðar, Betlehem, en þegar þangað er komið eru kílómetrarnir komnir í 8.365. 

Endilega hafðu samband við söludeild Sensa í síma 425 1500 eða sendu okkur línu á sala@sensa.is ef þú vilt fræðast meira um sýndarferðalög!

Hvers vegna SAP á AWS?

Föstudaginn 27. nóvember kl. 10 stendur Sensa fyrir sérstakri kynningu (rafrænt) á kostum þess að keyra SAP umhverfið í AWS (Amazon Web Services) skýjaþjónustunni.

Á kynningunni mun Stig Skaugvoll og Steve Quinn frá AWS fara yfir það hvers vegna fyrirtæki eru að færa SAP umhverfi sín í AWS skýjaumhverfið. Í framhaldi mun svo Ólafur Harðarson frá Símanum fara yfir reynslusögu þeirra en Síminn gangsetti S/4HANA umhverfið sitt í AWS í júní 2019.

Dagskrá: 
10:00 – Samstarf Sensa og AWS. Eyjólfur Ólafsson, Sensa
10:05 – SAP on AWS – The New Normal. Stig Skaugvoll og Steve Quinn, AWS
10:35 – SAP á AWS – Reynslusaga Símans. Ólafur Harðarson, Síminn
10:50 – Spurningar og svör

Hvað er AWS? Amazon Web Services (AWS) er umfangsmesta og víðtækasta almenningský (public cloud) heims og býður upp á þjónustur frá gagnaverum um allan heim. Milljónir viðskiptavina nota AWS til að lækka kostnað, verða liprari og auka hraða nýsköpunar.

Hvað er SAP? SAP er einn fremsti framleiðandi hugbúnaðar fyrir stjórnun viðskiptaferla, skilvirka gagnavinnslu og upplýsingaflæðis.

Sensa framúrskarandi 11. árið í röð!

Sensa er Framúrskarandi fyrirtæki 2020. Í 11 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. 

Við erum virkilega stolt yfir því að hafa verið á listanum frá upphafi. 


Cisco fundaröð um framtíð vinnustaðarins

Cisco býður til fimm daga fundaraðar um framtíð vinnustaðarins. Um er að ræða klukkutíma fyrirlestra kl. 16 á hverjum degi frá mánudeginum 11. maí til föstudagsins 15. maí. Streymt verður frá fyrirlestraröðinni á samfélagsmiðlum.

Virkilega áhugaverðir fyrirlestrar sem enginn ætti að missa af. https://virtualsummit.webex.com/

Þrír reynsluboltar til Sensa

Þrír reynslumiklir starfsmenn hafa bæst í hópinn. Við bjóðum þá Guðbjarna, Sigurð og Björgvin innilega velkomna!

Guðbjarni Guðmundsson, einn reynslumesti netsérfræðingur landsins, hefur gengið til liðs við sterkt teymi Sensa í net- og öryggislausnum. Guðbjarni hefur undanfarin tuttugu ár starfað hjá Opnum Kerfum sem sérfræðingur og ráðgjafi í innleiðingum á net- og öryggislausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Þá var hann samhliða ráðgjöf forstöðumaður Kjarnalausna síðustu fimm ár. Guðbjarni er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með CCIE gráðu frá Cisco eða Cisco Certified Internetworking Expert, sem er eftirsótt í upplýsingatækniheiminum.  

Sigurður H. Ólafsson hefur verið ráðinn í viðskiptaþróun Netapp hjá Sensa. Hlutverk Sigurðar verður að skapa nýjar lausnir og þjónustur úr lausnamengi Netapp með áherslu á samnýtingu gagna á milli skýjalausna og hefðbundinna gagnageymslna. Sigurður styrkir öflugan hóp hjá Sensa sem einbeitir sér að lausnum er snúa að gagnaumsýslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gögn fyrirtækja og meðhöndlun þeirra er lykilatriði í samkeppnishæfni fyrirtækja og er markmið Sensa að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar og virðisaukandi lausnir er snúa að því að virkja gögn til verðmætasköpunar. 

Björgvin Björgvinsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Sensa. Hlutverk Björgvins verður fyrst og fremst sala og sérhæfing í Microsoft 365 umhverfinu og skýjalausnum, ásamt almennum rekstrarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Björgvin hefur undanfarin fjórtán ár starfað hjá Epli. Þar hefur hann gegnt ýmsum störfum meðal annars á fyrirtækjasviði og gegnt hlutverki verslunarstjóra síðastliðin fimm ár. Þá hefur hann samhliða unnið sem vefstjóri og stofnað og rekið vefverslanir í gegnum tíðina. Björgvin útskrifast í vor með MCSA og CCNA gráðu í kerfisstjórnun.

Tveir Sensa starfsmenn í hópi 500 fyrstu til að fá hina nýju Cisco DevNet gráðu!

Í byrjun mars voru tveir Sensa starfsmenn meðal þeirra 500 fyrstu til að ná sér í nýja Cisco gráðu sem heitir Cisco DevNet Certification.  

DevNet er prógram fyrir forritara og aðra upplýsingatækni sérfræðinga sem vinna með hugbúnaðarþróun og fleira á móti Cisco vörum. Þeir Jónatan Þór Jónasson og Freyr Guðjónsson eru því með þeim 500 fyrstu í heiminum til að standast próf sem gaf þeim þessa nýju gráðu; DevNet Associate, CCNA.

DevNet prógrammið hjálpar sérfræðingum að skrifa forrit og þróa samþættingu við Cisco vörur.

Cisco DevNet gráðurnar staðfesta hæfni viðkomandi m.t.t. hugbúnaðarþróunar, forritunar og sjálfvirkni (e. Automation).

Fjarfundir & Fjarvinna

Sensa Þjónustuviðmið

Mörg fyrirtæki þurfa þessa dagana að treysta á fjarfundi og fjarvinnu síns starfsfólks. Við tókum saman þessar helstu lausnir (og leiðbeiningar) varðandi nokkur af þeim fjarvinnutólum og tækjum sem í boði eru. Úrvalið er mikið en ljóst er að flest fyrirtæki ættu að geta fundið þá lausn sem þeim hentar.

https://sensa.is/fjarfundir-og-fjarvinna/

Sensa á UTmessunni

Tíunda UTmessan verður haldin nk. föstudag og laugardag. Eins og undanfarin 5 ár mun Sensa vera með bás á sýningasvæðinu. 

Við munum m.a. leggja áherslu á skýjavegferðina og Office 365 sérfræðingarnir okkar verða á staðnum. Einnig verða fulltrúar frá NetApp á básnum sem og fulltrúar frá öryggisbirgjunum PaloAlto og mnemonic. 

Hvetjum alla til að kíkja við hjá okkur! Sjá nánar á www.sensa.is/utmessan

Sensa og HUX sameinast

sensa og HUX

Sensa hefur gengið frá kaupum á HUX ráðgjöf og bætast allir starfsmenn félagsins við hóp 120 starfsmanna Sensa.
 

Undanfarin ár hefur Sensa meðal annars byggt markvisst upp þekkingu á hagnýtingu Microsoft lausna. Leyfisráðgjöf hefur skipað stóran sess, ásamt því hvernig best sé að flokka og skipuleggja upplýsingar og gögn í skýinu, tryggja öryggi og flæði til að auka virði. 

Fjölmörg fyrirtæki reiða sig á Microsoft lausnir í starfsemi sinni og varðveita þar mikil verðmæti í formi ýmissa gagna og upplýsinga um reksturinn. Á undanförnum mánuðum og misserum hefur Microsoft gert umtalsverðar breytingar á leyfismálum og skýjalausnum sínum. Mikið er í húfi fyrir fyrirtæki að innleiða lausnir sem fyrir hendi eru, en jafnframt tryggja einfalt og þægilegt rekstrarumhverfi.  Á það við um allt frá ráðgjöf og kaupum á leyfum, yfir í skipulag og vistun gagna. 

Sérfræðingar HUX hafa áralanga reynslu af skjalastjórnun og smíði virðisaukandi þjónustu með Microsoft.

Sensa styrkir stöðu sína enn frekar með sameiningu við HUX sem leiðandi fyrirtæki þegar kemur að því að skapa umhverfi þar sem lausnir Microsoft nýtast sem best. 

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar og/eða fá kynningu á því aukna virði sem Microsoft lausnir í dag bjóða upp á.

Framúrskarandi í 10 ár!

Sensa ehf. Framúrskarandi í 10 ár

Framúrskarandi í 10 ár! Sensa tók í gær á móti viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2019. Við erum stolt af því að hafa verið á þessum lista frá upphafi eða sl. 10 ár. Á myndinni má sjá Sigurð M. Jónsson, framkvæmdastjóra sölusviðs, taka á móti viðurkenningunni.

Cisco gull vottun síðan 2007

Cisco gold partner

Í september hlaut Sensa sína 12. gull vottun í röð frá Cisco. Cisco gull vottun gefur til kynna þekkingarstig fyrirtækisins. Sensa er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur náð gull vottun frá Cisco.

Vottunin staðfestir þekkingu og hæfni Sensa í netkerfum, samskiptalausnum, öryggi og þjónustu, ásamt því að ferlar og vinnubrögð uppfylla strangar kröfur Cisco. Fyrir viðskiptavini Sensa tryggir þetta að kjör á búnaði verða þau bestu sem völ er á sem og aðgengi að tæknilegri þekkingu.

Strangar kröfur eru gerðar varðandi ferla og gæðastýringu Gold partner Certified fyrirtækja en Cisco tekur árlega út þau fyrirtæki sem ná þessum áfanga.

Hátt þekkingarstig

Cisco Gold Partner Certification gerir kröfu á Sensa að hafa hátt þekkingarstig en átta tæknimenn Sensa hafa náð hinni torfengnu CCIE (Cisco Certified Internetworking Expert) gráðu – en þessi gráða er ein sú eftirsóttasta í upplýsingatækniheiminum.

Sensa státar einnig að nokkrum undir vottunum sem staðfesta sérþekkingu í hinum ýmsu umhverfum.
Meðal annars má nefna;

  • ADVANCED SECURITY ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED COLLABORATION ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED DATA CENTER ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED ENTERPRISE NETWORKS ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • CISCO OPEN STACK PRIVATE CLOUD