Öryggislausnir sem taka á gagnagíslingu verða aðalfókusinn í kynningu sem Sensa stendur fyrir fimmtudaginn 2. júní. Um er að ræða lausnir frá NetApp, Rubrik og ProLion, sem gefa fyrirtækjum val um varnir í baráttunni.
Kynningin er haldin í nýjum og glæsilegum húsakynnum Sensa að Lynghálsi 4 (5. hæð) fimmtudaginn 2. júní frá kl. 9 – 12. Eftir að kynningu lýkur er boðið upp á hádegismat.
Dagskrá:
Öryggislausnir sem taka á gagnagíslingu (Ransomware)
- NetApp Anti-Ransomware Suite
Hvernig getur þú varið þig gegn gagnagíslingu á miðlægum innviðum?
Anti-Ransomware Suite er heildstæð lausn sem finnur og bregst við óværum
sem komast í gegnum varnirnar. Sérfræðingur NetApp, Jeroen Noterman,
fræðir okkur um lausnina. - Rubrik Zero Trust Data Management
Það síðasta sem þu vilt er að óværan komist í afritin þín. Með Rubrik
færðu öruggustu afritunarlausnina á markaðnum. Gøran Tømte,
sérfræðingur frá Rubrik fer yfir hvað það er sem greinir þessa lausn frá
öðrum á markaðnum. - ProLion Cryptospike
Cryptospike er ransomware vörn sem virkar á gagnageymslulaginu, greinir og
grípur inn í árásir, lágmarkar eða kemur í veg fyrir gagnatap af þeim
völdum. - Object Storage lausn Sensa (Immutable bacups)
Sérfræðingar Sensa fræða okkur um þessa nýju þjónustu og hvernig hægt er
að nota hana til að taka afrit sem ekki er hægt að eiga við.
Mikilvægt er að skrá sig á kynninguna með því að smella á þennan hlekk.
Skráning – Ransomware kynning
Skráning – Ransomware kynning