Viðskiptavinir Sensa fá á næstu dögum senda stutta þjónustukönnun á tölvupósti frá rannsóknarfyrirtækinu Prósent.
Könnunin er send á viðskiptavini sem og samstarfsaðila og er mikilvægur liður í að heyra viðhorf viðskiptavina til þess að Sensa geti bætt þjónustu sína enn frekar. Könnunin er framkvæmd af Prósent og er gert ráð fyrir að hún standi yfir í þrjár vikur.
Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna og fyrir að hjálpa okkur að bæta þjónustuna.
Spurningum varðandi könnunina má beina til Gunnars Ólafssonar, leiðtoga viðskiptastýringar, gunnar.olafsson@sensa.is