Eydís Eyland hefur verið ráðin markaðsstjóri Sensa. Hún er með B.Sc. í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og M.Sc. í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Eydís starfaði áður sem markaðsstjóri OK og þar áður hjá Promennt og Verkefnalausnum en einnig kenndi Eydís verkefnastjórnun hjá Promennt. Fram að því starfaði hún sem sérfræðingur á markaðssviði Valitor og þar áður hjá Viðskiptablaðinu. Sjá frétt.