Skipulag í skýinu
Eruð þið tilbúin fyrir framtíðina?
Microsoft Copilot
Viltu nýta gervigreindina til að auka framleiðni?
Ráðgjafar Sensa hafa áralanga reynslu af vinnu við skipulagningu upplýsinga í skýinu. Með tilkomu gervigreindar myndast nýjar áskoranir sem mikilvægt er að undirbúa sig fyrir.
Margir þekkja hið vinsæla ChatGPT og hvernig það getur svarað spurningum og aðstoðað við textagerð. Nú býður Microsoft upp á sambærilegt gervigreindartól sem notar gögnin sem vistuð eru í Microsoft 365 umhverfinu til að svara spurningum tengdum starfsemi fyrirtækisins og aðstoða þannig starfsfólk í daglegum störfum.
Allir sem eru með aðgang að Microsoft 365 skýinu geta keypt Copilot leyfi fyrir sitt starfsfólk.
Lykilspurningar:
- Hvar í starfseminni nýtist Copilot?
- Þekkir þú gögnin í umhverfinu?
- Hefur starfsfólk aðgang að réttum gögnum?
Hvað er Copilot?
- Copilot er byltingarkennt gervigreindartól frá Microsoft sem sameinar krafta máltækni og gervigreindar.
- Copilot eykur framleiðni og styður notendur í daglegum störfum
- Copilot er hluti af Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Teams, Power Platform, Dynamics 365 og fleiri M365 lausnum. Þannig verður Copilot samstarfsfélagi í þeim verkefnum sem unnin eru í þessum forritum.
Nýjasta „Work-Trend Index“ frá Microsoft, sem birt var á Microsoft Ignite í síðasta mánuði, dregur fram fyrstu áhrif Copilot. Sýnt er fram á raunverulega framleiðniaukningu sem og tímasparnað notenda.
Til dæmis: 70% Copilot notenda sögðust vera afkastameiri og 68% sögðu það hefði bætt gæði vinnu.
Hægt er að lesa nánar um niðurstöðurnar hér.
Upplýsingakort
Er upplýsingaóreiða hjá þér?
Mörg fyrirtæki búa við mikla upplýsingaóreiðu. Stafræn vegferð og ferlar eru mikilvægir en byggja þarf á góðum grunni.
Algengt er að hver starfsmaður sé með sitt eigið skipulag upplýsinga og samræmi milli starfsmanna sé lítið. Þá reynist afar erfitt að setja nýjan aðila inn í skipulagið.
Upplýsingaóreiða getur einnig flækst fyrir við flutning í skýið. Það er því mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir upplýsingarnar áður en lagt er af stað og gæta þess að spegla óreiðuna ekki upp í skýið.
Í upphafi er mikilvægt að skipuleggja vel hvar upplýsingar eru geymdar, hvernig þær flæða á milli kerfa og hvað það er sem skiptir fyrirtækið máli.
Hvers vegna upplýsingakort?
- Skýrt skipulag upplýsinga
- Sameiginleg sýn
- Einföld og myndræn framsetning
Komdu í ferðalag
Við hjá Sensa tökum að okkur hlutverk fararstjóra í þínu stafræna ferðalagi. Sensa sér um að:
- Safna gögnum til að byggja upp upplýsingakortið
- Finna hagræðingarmöguleika
- Útbúa leiðarvísi fyrir þitt stafræna skipulag
Afurð upplýsingakortsins er:
- Myndræn og einföld framsetning á núverandi stöðu fyrirtækisins. Gefur góða yfirsýn yfir núverandi skipulag upplýsinga
- Tillaga að framtíðar fyrirkomulagi með hagræðingu og einföldun í huga - tillögur byggja á áherslum og markmiðum fyrirtækisins
- Grunnur að stafrænni vegferð - leiðarvísir um hvernig ná má framtíðar skipulagi