Skip to content

Microsoft Copilot í almennri dreifingu

Í vikunni tilkynnti Microsoft um almennt framboð á M365 Copilot í CSP (Cloud Solution Provider Program), sem markar mikilvægan áfanga í að gera gervigreind aðgengilegri. Copilot er byltingarkennt gervigreindartól sem sameinar krafta máltækni og gervigreindar. 

Copilot, sem áður var eingöngu í boði fyrir Enterprise viðskiptavini með lágmarkskaup upp á 300 leyfi, er nú í boði fyrir öll fyrirtæki án takmarkana.

Nýjasta „Work-Trend Index“ frá Microsoft, sem birt var á Microsoft Ignite í síðasta mánuði, dregur fram fyrstu áhrif Copilot. Sýnt er fram á raunverulega framleiðni aukningu sem og tímasparnað notenda, til dæmis: 70% Copilot notenda sögðust vera afkastameiri og 68% sögðu það hefði bætt gæði vinnu. Hægt er að lesa nánar um niðurstöðurnar hér.

Ráðgjafar Sensa hafa áralanga reynslu af vinnu við skipulagningu upplýsinga í skýinu. Með tilkomu gervigreindar myndast nýjar áskoranir sem mikilvægt er að undirbúa sig fyrir. Endilega hafðu samband við sérfræðinga okkar ef þú vilt fá að vita meira um Copilot.

Deila á

Facebook
LinkedIn
X
Email

Tengt efni

Nýir tímar með Wi-Fi 7: Morgunverðarfundur

Sensa býður til morgunverðarfundar fimmtudaginn 6. febrúar þar sem Erik Midthun, Technical Solutions Architect hjá Cisco, verður á staðnum og skoðar framtíðina með Wi-Fi 7.

Morgunverðarfundur: Öryggislausnir Cisco

Sensa býður til morgunverðarfundar þann 28. janúar næstkomandi þar sem sérfræðingar Cisco, John Aleksander Moen og Per Arne Sørkilflå, verða á staðnum og kynna það

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.