- LAUSNIR OG ÞJÓNUSTA
- UM SENSA
- FYRIRTÆKIÐ
- MANNAUÐUR
- HAFA SAMBAND
- English
Menu
Eruð þið tilbúin fyrir framtíðina?
Ráðgjafar Sensa hafa áralanga reynslu af vinnu við skipulagningu upplýsinga í skýinu. Með tilkomu gervigreindar myndast nýjar áskoranir sem mikilvægt er að undirbúa sig fyrir.
Margir þekkja hið vinsæla ChatGPT og hvernig það getur svarað spurningum og aðstoðað við textagerð. Nú býður Microsoft upp á sambærilegt gervigreindartól sem notar gögnin sem vistuð eru í Microsoft 365 umhverfinu til að svara spurningum tengdum starfsemi fyrirtækisins og aðstoða þannig starfsfólk í daglegum störfum.
Allir sem eru með aðgang að Microsoft 365 skýinu geta keypt Copilot leyfi fyrir sitt starfsfólk.
Mörg fyrirtæki búa við mikla upplýsingaóreiðu. Stafræn vegferð og ferlar eru mikilvægir en byggja þarf á góðum grunni.
Algengt er að hver starfsmaður sé með sitt eigið skipulag upplýsinga og samræmi milli starfsmanna sé lítið. Þá reynist afar erfitt að setja nýjan aðila inn í skipulagið.
Upplýsingaóreiða getur einnig flækst fyrir við flutning í skýið. Það er því mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir upplýsingarnar áður en lagt er af stað og gæta þess að spegla óreiðuna ekki upp í skýið.
Við hjá Sensa tökum að okkur hlutverk fararstjóra í þínu stafræna ferðalagi. Sensa sér um að: