Cisco Meraki
Öflug tækni einfölduð með Cisco Meraki
Cisco Meraki býður m.a. upp á skipta (e. Switches), þráðlaus netkerfi, öryggisbúnað, MDM (Mobile Device Management) og öryggismyndavélar.
Öllu er stjórnað frá einum stað sem sparar peninga og gefur viðskiptavinum forskot á samkeppnina.
Cisco Systems Inc. er bandarískt hátæknifyrirtæki með aðsetur í Sílíkon-dalnum í Kaliforníu. Cisco þróar, framleiðir og selur hvers kyns hug- og vélbúnað með áherslu á samskipta- og netþjónustur. Óhætt er að segja að Cisco sé með fremstu fyrirtækjum heims á þessu sviði.
Við hjá Sensa höfum verið með Gull vottun frá Cisco síðan 2007. Strangar kröfur eru gerðar varðandi ferla og gæðastýringu Gold partner Certified fyrirtækja en Cisco tekur árlega út þau fyrirtæki sem ná þessum áfanga.
- Öll stýring á einum stað
- Öryggi í fyrirrúmi
- Þægilegt leyfisumhverfi
- Einföld uppsetning
- Notendavænt
- 100% í skýinu
Snjalltækjastjórnun
Hver og einn notandi er einstakur. Hvert tæki fyrir sig er aðeins öðruvísi. Meraki mælaborðið heldur utan um allar breytingar og uppfærslur um leið og þær gerast.
Það auðveldar þér að halda utan um og fylgjast með stöðu tækja. Öll stýring er þannig kominn á einn stað í þægilegu og notendavænu umhverfi.
- iOS
- Android
- Windows
- OS X
- Chrome OS
- Windows Phone