Skip to content

Jamf School – straumlínulöguð umsjón tækja

Það getur reynst þrautin þyngri fyrir kennara og starfsfólk námsstofnanna að finna réttu tæknilausnirnar.

Verandi með eins margar lausnir í boði og raun ber vitni er erfitt að finna þær sem henta nemendum, kennurum og öðru starfsfólki.

Jamf School hefur á seinustu misserum náð miklu flugi í menntastofnunum um heim allan og er Ísland enginn aukvissi þar. Það sem helst ræður för í innleiðingu Jamf School er eftirfarandi.

  1. Straumlínulöguð umsjón Apple tækja

Einn stærsti kostur Jamf School er möguleikinn á að straumlínulaga alla umsjón Apple tækja innan skólans og/eða sveitarfélagsins. Með Jamf School má auðveldlega taka í notkun, uppfæra og tryggja að tæki séu alltaf örugg og tilbúin til notkunnar. Þetta reynist einstaklega vel þegar skólar og sveitarfélög sjá um mikinn fjölda tækja þar sem mikill tími og mannafli sparast.

2. Sérsniðin skólastofa

Jamf School leyfir þér að sérsníða uppsetningu tækja í skólastofunni. Hægt er að sníða stakk þannig að hver skóli/árgangur/bekkur hefur aðgang að þeim tólum og forritum sem hann þarf, hvorki fleiri né færri. Einnig er hægt að nota Jamf School til að setja upp tæki sem deild eru á notendur, þá samnýtt með nemendum eða stofum.

3. Aukin framleiðni

Með Jamf School er hægt að sjálfvirknivæða mikið af verkferlum eða aðgerðum sem annars eru framkvæmd handvirkt eins og ráðstöfun tækja og uppfærslur. Gefur það kennurum enn meiri tíma í undirbúning kennslustunda og tíma með nemendum.

4. Aukið öryggi

Öryggi er í dag enn stærra málefni þegar kemur að snjalltækjum í skólum. Jamf School býður upp á fjölda öryggisstillinga sem tryggja gögn skólans og/eða sveitarfélagsins. Með Jamf School má á einfaldan máta stilla til  öryggi tækja og tryggja að þau séu á pari við staðla skólans og þar af leiðandi alltaf örugg í höndum nemenda.

5. Betri upplifun nemenda

Þegar allt kemur til alls er markmið allra í þessum menntageiranum að betrumbæta upplifun og auka árangur nemenda. Með því að straumlínulaga umsjón tækja og sníða skólastofur að nemendum gerir Jamf School kennurum kleift að búa til umhverfi þar sem nemendur hafa aðgang að þeim tólum og tækjum sem þeir þurfa hverju sinni. Er það sýn Jamf School að það muni hafa jákvæð áhrif á námsárangur og upplifun nemenda á sjálfum lærdómnum.

Jamf School býður upp á fjölda möguleika fyrir skóla og sveitarfélög. Allt frá straumlínulagaðri umsjón Apple tækja og sérsniðnum skólastofum að auknum öryggismöguleikum.

Jamf School getur hjálpað til við að skapa umhverfi þar sem nemendur og kennarar eru örugg og ná auknum árangri.

Ef þú ert að leita að framúrskarandi lausn í umsjón Apple tækja í skóla er vel þess virði að kynnast Jamf School betur.

Sensa er samstarfsaðili Jamf School á Íslandi.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Framúrskarandi - Sensa

Sensa er Framúrskarandi fyrirtæki

Sensa tók við Framúrskarandi vottuninni fimmtánda árið í röð. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er vottun um heilbrigða starfsemi í hraustum rekstri. Einnig sýnir vottunin fram á

Morgunverðarfundur með F5 hjá Sensa

Sensa í samstarfi við Arrow bjóða til morgunverðarfundar með F5 þriðjudaginn 29. október næstkomandi. Fundurinn verður haldiinn að Lynghálsi 4, 5. hæð og er skráning

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.