Fjarvinna & fjarfundir
Fjarvinna er komin til að vera
Heimavinna starfsfólks hægir ekki lengur á verkefnum eða minnkar þjónustustig fyrirtækja. Dreifðara vinnuumhverfi er komið til að vera.
Sífellt fleiri kjósa að vinna heima enda hefur sýnt sig að það getur bæði aukið framleiðni sem og starfsánægju starfsfólks. Mikilvægt er að geta nýtt starfsstöðvar sem best hvort sem farið er á fjarfund í fundarherbergi, við skrifborðið eða á heimaskrifstofunni.
Heimaskrifstofan
Fyrst þarf að huga að grunnþáttum eins og tölvubúnaði, aðgengi að interneti og öryggi. Síðan þarf að skoða hvað þarf til að upplifunin sé sem best.
Þá þarf að huga að lýsingu vera með gott höfuðtól ásamt öflugu fjarfundarverkfæri eins Cisco Webex eða Microsoft Teams.
Til viðbótar við grunnþættina er vert að skoða, boðorðin 8 hér fyrir neðan.
Vinnustaðurinn
Á skrifstofunni gilda í raun sömu lögmál fyrir starfsfólk sem kýs að vinna að heiman og þeirra sem kjósa að taka fjarfundi við skrifstofuborð sitt. Að auki bætist við sá valkostur að nýta fundarherbergi til þess að taka fjarfundi.
Mikilvægi þess að geta nýtt fundarherbergi á fjarfundum hefur aukist í samræmi við breyttar áherslur að hluti starfsmanna vinni að heiman og séu á skrifstofu. Því er mikilvægt að starfsmenn hafi aðgang að fjarfundarbúnaði í fundarherbergjum jafnt sem frá sinni starfsstöð.
Upplifun á fjarfundum þarf að vera til fyrirmyndar er kemur að hljóði, mynd og einfaldleika.
Sensa býður uppá margar útfærslur af fundarherbergjum og hér skiptir þarfagreining mestu til þess að upplifun sé sem best.
Boðorðin 8: Hámarkaðu upplifunina
1. Ávallt tilbúin(n)!
Vertu búin(n) að setja upp og prófa hugbúnaðinn fyrir þann fjarfund sem þú ert
að fara að mæta á.
2. Vírað frekar en þráðlaust
Staðsetning þráðlauss nets ásamt því hversu margir eru tengdir getur skipt lykilmáli. Að tengja tölvuna með netsnúru gefur hraðvirkari internettengingu.
3. Hafðu stjórn á tímanum
Flestir fundir eru á heila eða hálfa tímanum. Náðu betri upplifun með því að boða til fundar 5 mínútum fyrr, eða jafnvel bóka fundi 15 mínútur yfir eða í heila tímann.
4. Deildu gögnum fyrir fund
Sendu gögn eða hlekki sem nota þarf áður en fundur hefst í stað þess að deila skjá. Það sparar bandbreidd sem betra er að nota til að hámarka gæði hljóðs og myndar.
5. Slökktu á fjartengingum
Starfsfólk er oft tengt fjar- tengingum fyrirtækja sem oft takmarkar bandbreidd á fjarfundum. Fjarfundarlausn virkar þó slökkt sé á fjartengingu.
6. Lokaðu forritum
Lokaðu hugbúnaði og vöfrum sem ekki eru í notkun til þess að hámarka upplifun fundarins.
7. Streymisveitur
Fáðu heimilisfólk til að lágmarka notkun streymisveitna á meðan að fjarfundi stendur.
8. Hljóð framyfir mynd
Minnkaðu upplausn myndar til að bæta hljóð. Einnig er hægt að slökkva á mynd til að bæta gæði hljóðs.
Cisco Webex
Cisco Webex lausnaframboðið er fjölbreytt enda áskoranirnar margar. Einfalt og þægilegt viðmót ásamt öruggri tengingu.
Sjáumst
Sjáumst myndfundaþjónusta Sensa kemur á fjarfundi milli samstarfsaðila eða viðskiptavina hvar og hvenær sem er.
Joan fundarskipulag
Tengdu stöðu fundarherbergja við Outlook.
Microsoft Teams
Teams heldur verkefnum gangandi og einfaldar samvinnu hópa.