Skip to content

Cisco gull vottun í 14. skiptið

Í vikunni fékk Sensa staðfest sína 14. gull vottun í röð frá Cisco. Cisco gull vottun gefur til kynna þekkingarstig fyrirtækisins. Sensa er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur náð gull vottun frá Cisco.

Vottunin staðfestir þekkingu og hæfni Sensa í netkerfum, samskiptalausnum, öryggi og þjónustu, ásamt því að ferlar og vinnubrögð uppfylla strangar kröfur Cisco. Fyrir viðskiptavini Sensa tryggir þetta að kjör á búnaði verða þau bestu sem völ er á sem og aðgengi að tæknilegri þekkingu.

Strangar kröfur eru gerðar varðandi ferla og gæðastýringu Gold partner Certified fyrirtækja en Cisco tekur árlega út þau fyrirtæki sem ná þessum áfanga.

Hátt þekkingarstig

Cisco Gold Partner Certification gerir kröfu á Sensa að hafa hátt þekkingarstig en níu tæknimenn Sensa hafa náð hinni torfengnu CCIE (Cisco Certified Internetworking Expert) gráðu – en þessi gráða er ein sú eftirsóttasta í upplýsingatækniheiminum.

Sensa státar einnig að nokkrum undir vottunum sem staðfesta sérþekkingu í hinum ýmsu umhverfum.
Meðal annars má nefna;

  • ADVANCED SECURITY ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED COLLABORATION ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED DATA CENTER ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • ADVANCED ENTERPRISE NETWORKS ARCHITECTURE SPECIALIZATION
  • CISCO OPEN STACK PRIVATE CLOUD

Á myndinni má sjá Cisco CCIE sérfræðinga Sensa. 

Deila á

Facebook
LinkedIn
X
Email

Tengt efni

Nýir tímar með Wi-Fi 7: Morgunverðarfundur

Sensa býður til morgunverðarfundar fimmtudaginn 6. febrúar þar sem Erik Midthun, Technical Solutions Architect hjá Cisco, verður á staðnum og skoðar framtíðina með Wi-Fi 7.

Morgunverðarfundur: Öryggislausnir Cisco

Sensa býður til morgunverðarfundar þann 28. janúar næstkomandi þar sem sérfræðingar Cisco, John Aleksander Moen og Per Arne Sørkilflå, verða á staðnum og kynna það

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.