Margþátta auðkenning
Margþátta auðkenning tryggir aukið öryggir
Einn af mikilvægustu öryggisþáttunum til að vernda upplýsingar er notkun margþátta auðkenningar. Margþátta auðkenning (e. Multi Factor Authentication – MFA) er þegar þú skráir þig inn á hefðbundinn hátt með notandanafni og lykilorði en þarft jafnframt að staðfesta á annan hátt að þú sért sá sem þú segist vera.
Með DUO auðkenningu eykur þú þannig öryggi gagna þinna og verð þig gegn óæskilegum heimsóknum. DUO er framúrskarandi hugbúnaður á þessu sviði og við getum aðstoðað þig við að setja upp auðkenningu sem tryggir aukið öryggi.
DUO Security verður hluti af CISCO
Cisco hefur tilkynnt að þeir stefni að kaupum á Duo Security. Þar með bætist DUO í fjölbreytta lausnaflóru Cisco.
Sjá nánar í fréttatilkynningu frá DUO security.
Við hjá Sensa erum með gull vottun hjá Cisco. Vottunin staðfestir þekkingu og hæfni Sensa í netkerfum, samskiptalausnum, öryggi og þjónustu, ásamt því að ferlar og vinnubrögð uppfylla strangar kröfur Cisco.
Hvað er DUO?
DUO er skýjaþjónusta sem býður margþátta auðkenningu. DUO auðkenning virkar ofan á hefðbundna auðkenningu (s.s. lykilorð eða AD) og vinnur með kerfum fyrirtækja.
Auðkennt er með snjalltæki, tokens, sms eða símtali. DUO er þannig afar einfalt og þægilegt í notkun. Við getum aðstoðað þig við að setja upp DUO auðkenningu.
- Auðvelt að setja upp á snjallsímum
- Innskráning með einum smelli
- Virkar með hefðbundinni auðkenningu
DUO virkar með öllum helstu skýjaþjónustum
DUO er einnig hægt að samþætta við On-Premises vefpóst (OWA) auk fleiri kerfa. DUO auðkenning virkar með öllum lausnum sem nota RADIUS auðkenningu, svo sem VPN o.fl.
Öflugt forritunarviðmót (API) fylgir sem nota má fyrir sérhæfðar lausnir.