Skip to content

Frá hugmynd að árangri: Lærdómur úr 300 AI verkefnum

Sensa og Henrik Slettene, hjá Crayon, bjóða til rafræns fræðslufundar þann 12. desember næstkomandi kl 9:00-10:00. Henrik starfar sem leiðtogi Nordic AI Centre of Excellence hjá Inmeta Consulting hjá Crayon og hefur verið í fremstu röð hvað varðar gervigreind. Gert er ráð fyrir umræðu í lok fundar. A.T.H. fundurinn fer fram á ensku og er haldinn á teams.
 

Á fundinum mun Henrik fara yfir nokkur af þeim 300 AI verkefnum sem hann hefur unnið að, hvað lærdóm teymið hefur dregið af verkefnunum ásamt því að gefa nokkur ráð um hvernig eigi að byrja og ná árangri með gervigreind. 

Gervigreindin býður upp á margar víddir umfram spjallmenni og úrvinnslu texta. Á fyrirlestrinum verða tekin dæmi um hagnýta gervigreind í orku-, framleiðslu- og opinbera geiranum. Áherslan verður lögð á að útskýra að gervigreindin snýst ekki eingöngu um tækni heldur að leysa áskoranir fyrirtækja og skapa virði. Henrik mun fara yfir nokkur raundæmi frá mismunandi fyrirtækjum í Noregi og á alþjóðavísu.

Henrik Slettene er leiðtogi Nordic AI Centre of Excellence í Inmeta Consulting, Crayon. Hann hefur yfir 20 ára reynslu af ráðgjöf og stjórnun hjá upplýsingatæknifyrirtækjum. Henrik hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi innan fjölda atvinnugreina, þar á meðal varnarmálum, orku, framleiðslu, olíu og gas, gögnum, greiningar og gervigreindar í viðskiptasamhengi.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Framúrskarandi - Sensa

Sensa er Framúrskarandi fyrirtæki

Sensa tók við Framúrskarandi vottuninni fimmtánda árið í röð. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er vottun um heilbrigða starfsemi í hraustum rekstri. Einnig sýnir vottunin fram á

Morgunverðarfundur með F5 hjá Sensa

Sensa í samstarfi við Arrow bjóða til morgunverðarfundar með F5 þriðjudaginn 29. október næstkomandi. Fundurinn verður haldiinn að Lynghálsi 4, 5. hæð og er skráning

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.