Vinnustaðurinn
.

Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig. Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins eftir bestu getu. Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum. Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 46 löndum. Crayon býður ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun þeirra lausna og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi.
Við störfum í hraðri og spennandi tækniþróun og leitum ætíð að hæfileikaríku og metnaðarfullu fólki sem vill vaxa með okkur.
Ef þú hefur áhuga á að verða hluti af öflugu sérfræðingateymi og móta framtíðina með okkur, þá hvetjum við þig til að senda ferilskrá og kynningarbréf á starf@sensa.is – eða sækja um ef auglýst er starf á vef Alfreð.
Við tryggjum faglega meðferð allra umsókna og svörum þeim öllum og er fullum trúnaði heitið.



